Sameiningin - 01.03.1930, Síða 15
77
slíkt, að þeim geti verið gróSi aS því, aði alt sem fyrir þau 'ber, verði
partur af eðli þeirra. Þess vegna er það svo nauðsynlegt, að heim-
ilin séu svo rækt, að frá blautu barnsbeini verði reglusemin, smekk-
vísin og iðjusemin sem annað eðli barnanna. Þá er ekki síður
nauðsynlegt að þeir eldri á heimilunum sýni í dagfari sínu slíkar
dygðir sem sannsögli, orðheldni, ráðvendni, lipurð, geðprýði, velvild,
hjálpsemi í orði og verki, fórnfýsi, saklausa gleði, og allar þær
mörgu dygðir, sem foreldrar vildu að sjálfsögðu að börnin sín ættu
í fari sínu, og sem einar geta verið trygging fyrir farsælli framtíð.
En nú vill svo til, að foreldrar, systkini og annað heimilisfólk,
eru ekki þeir einu, sem mynda umhverfi barnanna, iheldur og allir
þeir, yngri og eldri, sem þau hafa umgengni við. Sárgrætilegt er
til þess að vita, hve nrargir eru skeytingarlausir um, hvað þeir hafa
fyrir börnum; já, í sumum tilfellum verra en það, iþví það er ekki
ósjaldan að jafnvel fullorðnir geri sig vísvitandi seka í að ‘kenna
börnum og unglingunr það sem ilt er, bæði til orða og verka. Það
er eins og þeir ihinir sömu hugsi alls ekki út í það, að að ósekju geta
þeir ekki “hneykslað einn af þessum smælingjum.” Væri þess vegna
ekki ástæða fyrir okkur öll, sem barna höfum að gæta, að vera varkár
með þann félagsskap, sem við leyfum þeirn að hafa? Vitanlega
þarf í þessu að gæta allrar varúðar, að kveikja ekki að óþörfu van-
traust, grunsemi né dómgirni í sálunum ungu. Sú villa gæti orðið
jafnvel verri hinni fyrri.
Fyrir skömrnu átti ég tal við föður einn, sem var að setja út
á framferði nútiðar æskulýðsins. Honum fórust orð á þá leið, að
ef foreidrar bönnuðu börnum sínum það, sem þeim væri óholt, þá
væri foreldraskyldunni fullnægt, börnin yrðu sjálf að bera ábyrgð
á hvernig færi, ef þau ekki hlýddu. Já, því er nú ver, það eru þau
aumingjarnir, sem vanalega verða að bíta úr nálinni með afleið-
ingarnar.
Það er annars mikil tröllatrú, sem' fjöldi foreldra hefir á að
banna börnunum, — banna þetta, iba'nna liitt, og Iþað án tillits til
þess, ihvort nokkur réttmæt ástæða sé fyrir banninu, og ennfremur
án tillits tii þess, hvort banninu sé hlýtt. En bann, sem ekki hefir
lilýðni í för með sér, er undir flestum kringumstæðum, verra en
gagnslaust. Auðvitað er margt, sem þarf að banna. Alt sem ljótt
er og skaðlegt, er í þeim flokki. Og helzt þ'arf sá, sem bannað
er, að sjá að bannið sé á skynsamlegum og réttmætum rökum bygt.
Þá munu lika verða lítil vandræði með hlýðnina. Eh nú ef sann-
leikurinn sá, að mjög oft gildir bánnið einhverja starfsemi, sem
sém í sjálfu sér er ekkert varhugaverð, en stendur ekki upp á 'géð
okkar hinna eldri, í svipinn. Og alt of sjaldan opnuin við þá urn
leið möguleika fyrir eirthverri ánnári og máske heppilegri té'guncl
af starfsemi. En börn éfu fjörug, og undif eðlilegUm kriUgum-
stæðum .full af Starfsþ'rá, sem ful'lnægja verðuf, ef þati eiga ekki að