Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 17

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 17
79 verður ekki vel af hendi leyst fremur en önnur vandaverk, nema það sé unnið af allri alúð og fórnfýsi. Sá sem vill sinna því sem hjáverki einu, getur ekki gert þaS vel. Þa'ð' er svo vandasamt, að ekki er mögulegt að leggja niður neina algilda reglu sem hægt sé að fylgja, heldur útheimtir það, að' hvert foreldri sé sí-vakandi vörður yfir líkams og sálarlífi hvers eins af ibörnunum sínum, sem gefur daglegar gætur að þörfum hvers eins út af fyrir sig, og reynir svo með alvörugefni og kostgæfni að haga uppeldinu eftir þörfinni og kringumstæðunum. Eftir því sem við gerum þetta rækilegar, munum við finna til þess betur og betur, hve verkiö er háalvarlegt, og hágöfugt, og hve ábótavant flestum okkar mun vera með að leysa það af .hendi. En við munum líka reyna það, að við erum ekki ein að verki, iheldur í samvinnu viS þann, sem máttugur er aS láta ofur- litla viöleitni, iþó ófullkomin sé, bera mikinn og blessunarríkan ávöxt. Námsskeið úti í sveit Bftir ungfrú Guðrúnu Bildfell Þó umtalsefnið, sem ég hefi með höndum hafi verið kallað “Sunnudagaskólastarf,” þá er það aðallega yfirlit yfir starf okkar Miss Johnson á sumrinu sem leiö. Mig langar fyrst af öllu til að flytja meðlimum hins Sameinaða kvenfélags þakklæti fyrir þaS, að fela okkur þetta nýja starf, og trúa okkur fyrir því að koma okkur á fót, og líka fyrir þá skemtun sem við höfðum af ferðinni og gleði, sem viS hlutum af starfinu. Eitt sem viS hugsuSum oft um var það, hvaöa bækur og annan útbúnaS viS þyrftum að hafa. Rættist vel fram úr þvi, nema bóka- taskan varð heldur þung. Kirkjufélagið lagöi okkur til tvær tylftir Sálmakvera. Sunnudagaskóli fyrsta lúterska safnaðar léði okkur 36 kver, og gaf okkur blöS, bæði íslenzk og ensk, fyrir yngri og eldri börn. Úr sjóði Iþeim, sem Sameinaöa Kvenfélagið afhenti okkur, keyptum viS á Biblíuhúsinu hér í bæ ensk myndaspjöld og nokkur eintök af Jðhannesar guöspjalli. Við skildum eftir á hvorum skóla fyrir sig 12 kver, og útbýttum til barnanna öllum blöðum sem viö fórum með. ViS lögöum á stað þriðja júlf til Ericksdale. Þar mættu okkur Ásta og Óskar Johnson, sem fluttu okkur heim til foreldra sinna, Jóhannesar og Ólafiu Johnson aS Vogar. GóS braut lá vestur á leið, og meðfram henni breiðar raSir af ilmandi dökkrauðum rósum. Þött okkur fyndist síSar brautin verSa heldur óslétt, og landið eyði- legt og óbygt, þá fanst okkur líka mjög fagurt að sjá millum trjánna út á Manitoba-vatn, þar sem það glitraSi í sólskininu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.