Sameiningin - 01.03.1930, Síða 18
80
Þegar heim var komiö var alt gert til þess aS okkur liöi vel
og vorum við í tíu daga í mesta eftirlæti á þessu myndar heim-
ili. Kyntumst viS fljótlega og var oft margt fólk á heimilinu og
glatt á hjalla.
Næsta dag, 4. júlí, var haldiS “picnic” mikið viS Hayland Hall
og var fólk þar úr ýmsum bygSum langt aS, Eriksdale, Oak View og
Silver Bay, því ibrautir voru góðar. Fengum viS gott tækifæri af)
tala viö fólk og gátum 'boðið börnunum á skóla næsta dag kl. 2:30
í Siglunes skólahúsi. Var afráSiö aö halda þar kensluna, því það
var hentugt fyrir börn úr þessum þremur skólahéruöum.
Tuttugu og fjögur börn sóttu skólann til okkar, og létu sig næst-
um aldrei vanta. Sum komu gangandi, sum akandi, og sum voru
flutt og sótt aftur. Flest komu tvær mílur aS, mörg 3 mílur, en
lengst fjórar og hálfa mílu.
Viö vorum spurðar hvort viS vildum kenna á íslenzku og sýndist
okkur fólkinu þykja vænt um, aS viS vorum til meS það.
Skólinn var haldinn í tíu daga og var byrjað á hverjum degi
með stuttri guðslþjónustu, sálmum og biblíulestri, sem börnin tóku
góðan þátt í. Var þá skólanum skipað í tvo flokka. í öðrum
voru tíu börn, 12 til 14 ára, og var sá flokkur undir umsjón Miss
Johnson. Þau lærðu boðorðin og útskýring þeirra, og líka lexíur
úr Nýja testamentinu. f yngri deildinni voru börn frá 4 til 11 ára.
Eg kendi þeim vers úr sálmunum, sem við vorum að læra að syngja.
Hér eins og oft áSur fanst mér þörf á sálmum, sem væru nógu
barnalegir til þess. að yngstu börnin gætu notiö þeirra. Samt
varð ég alveg forviða, þegar ég setti þeim fyrir eitt vers, að þau
kunnu stundum allan sálminn næsta dag. Lika sagði ég þeim sögur
úr Nýja testamentinu og notaði íslenzka “Ejósgeisla,” sem við fund-
um í skólahúsinu, en ómögulegt er að fá hér.
ÞaS var einhver notalegur hlýleiki og samúS milli barnanna—
yngri og eldri, og þegar við höfðum á hverjum degi stutta frí-stund,
þá léku allir “base ball.” Stundum Iheyrðum við þau segja, að
þessi eða hinn væri “funny” og vildum vita hvað það þýddi. Var
okkur sagt að þaS væri siður á þeim skóla, aS yngri börnin tækju
jafnt þátt í leikjum sem hin eldri, en að þó þau ynnu eSa töpuSu
væri þaS ekki talið meS eða mót þeirri hliS’. Fanst okkur þetta
heldur merkilegt. Keptu þau yngri mjög kapps um aS ná þvi mark-
miSi, að þurfa ekki lengur aS vera “funny,” og náttúrlega varö betri
leikur og meiri samúS vegna þessa.
Þegar inn var komið aftur var stutt kenslustund, og svo sungnir
sálmar þar til klukkan hálf fimm. Tóku allir glaölega þátt í
söngnum, enda lærSu börnin á þessum fáu dögum eina fjórtán
sálma.
ÞaS komu oft til okkar gestir, og seinasta daginn, sem var
sunnudagur, buðum við foreldrum, og þá komu 20, er tóku þátt í