Sameiningin - 01.03.1930, Síða 19
81
guSsþjónustunni og hlýddu á kensluna hjá okkur. Börnin sungu
tvo sálma sem æfðir höíSu veriS fyrir þetta tækifæri og Mrs. Ólafía
Johnson flutti, fyrir hönd foreldranna, okkur mjög hlýlegar þakkir
fyrir störf okkar.
Ungar stúlkur í byggSinni hafa meS sér félag, sem kallar sig
“Bláfuglarnir” og höfSu þær reynt aS halda sunnudagaskóla en
hann stóS aSeins stuttan tíma. L,íka er kvenfélag í bygSinni; og
viS báSum bæSi þessi félög fyrir skólann'—aS halda honum uppi, ef
mögulegt væri. Var vel tekiS í þaS, en foúist viS aS erfitt yrSi
þegar börn færu á daglega skólann, og annir yrSu heimafyrir.
Á Hayland “picnic-”inu höfSum viS gert ráSstafanir viS Mr.
Eirík Vigfússon, aS hann kæmi á Siglunes skóla aS sækja okkur
þenna sunnudag, 16. júlí. Var hann kominn stundvíslega klukkan
hálf fimm og flutti okl<ur heim til Johnsons, þar sem viS drukkum
einn góSan kaffisopa enn, kvöddum svo þessa góSu vini og lögSum
á staS norSur aS Oak View.
Þegar búiS var aS aka 15 mílur snérum viS út af aSal brautinni,
sem hér er vel upphækkuS, út aS litlu vatni, sem kallaS er Dog
Lake — en sem á skiliS miklu fallegra nafn.
Á landi, sem liggur viS vatniS, búa færeyisk hjón, Mr. og Mrs.
Harry Davidson, og í garSinum hjá þeim stendur dálítiS nýtt, gult
hús, þar sem ekkjan Mrs. SigríSur Gíslason býr. Mrs. Gíslason
er innilega hlynt starfi o'kkar, og sýndi þaS í verkinu, meS iþví aS
hún gekk úr húsinu og léSi okkur þaS til aS sofa í, en var sjálf
hjá Davidson-hjónunum.
Á morgnana kom Ida.Davidson meS morgunmat út í hús til okkar,
en aSrar máltíSir höfSum viS inni hjá Mrs. Davidson. Þessar
konur vildu alt fyrir okkur gera, og hlyntu alt sem þær gátu aS því,
aS okkur HSi vel, og aS verkiS skyldi ganga sem bezt.
Héldum viS hér skóla í tíu daga og voru fimtán nemendur inn-
ritaöir.
Vegna þess, aS fjögur norsk börn, sem skildu lítiS í íslenzku,
sóttu skólann, þá var kenslan sumpart á ensku. AS öSru leyti var
þetta seinna tímabil svipaS því fyrra.
ViS sáum eftir því, aS geta ekki heimsótt fleiri en tvö eSa þrjú
heimili í hverri bygS, en hér var líka haldiS “picnic,” sem gaf okkur
tækifæri aS kynnast mörgum.
Á sunnudaginn 21. júlí, komu 9 gestir, flest ungt fólk, og þótti
okkur vænt um hvaS það var fúst til aS koma inn og vera meS okkur
viS guSsþjónustuna og kensluna. Næsta fimtudag buSum viS for-
eldrum, og komu þá 16 gestir. Börnin afhentu okkur mjög hlýleg
þakklætisbréf, sem þau höfSu öll skrifaS undir, og á eftir skólatíma
buSu konurnar öllum kaffi og aSrar góSgerSir. Voru allir hjart-
anlega glaSir og ánægSir, en ekki sízt viS.