Sameiningin - 01.03.1930, Side 20
82
Á föstudaginn höfðum við síðustu kenslustundina og kvöddum
okkar góðu vini á vatnsbakkanum. Svo flutti Gústi Davidson okkur
það kveld 28 mílur til Ashern, þar sem við vorum nóttina, og komum
svo heim til Winnipeg um morguninn. Þessar þrjár löngu ferðir,
frá Eriksdale til Vogar, norður að Oakview og svo til Aáhern, vor-
um við fluttar af góðum hug og algerlega endurgjaldslaust.
f Oak View bygðinni hafði verið sunnudagaskóli sem næst eitt
ár, og stóð Mrs. Sigríður Johnson fyrir honum. Báðum við hana
og aðrar konur að halda áfram, en ekki hefir orðið af því. í>ó
hafa ljósgeislar og blöð verið send með pósti til yngri barnanna.
Um jólin sendum við með hjálp Sameinaða Kvenfélagsins smá
sögubækur til yngri barnanna og Nýja testamenti til þeirra eldri, og
líka spjöld (bnotto cards) til allra. Hafa sum af börnunum skrifað
mjög innileg þakklætisbréf. — Þegar maður fær svo mikið þakk-
læti fyrir svo litið tilvik langar mann nú en meir til að gera það,
sem hægt væri, til þess að þessir unglingar gætu fengið betri skiln-
ing á því, hvað kristinn trú getur gagnað' í lífi Ihvers eins manns.
Um nauðsyn þessa starfs finst okkur engin efi. 1 flestum til-
fellurn höfðu börnin notið lítillar eða engrar uppfræðslu i kristilegum
efnum — þó að það væru fáein, sem voru heldur vel að sér. Eldri
börnin eru komin á fermingaraldur, en af þvi messað er svo sjaldan;
ef til vill fjórum sinnum á ári, þá er erfitt að Ibúa börn undir ferm-
ingu. Finst manni þurfa einhver áhrif til að hvetja þessa unglinga
til að hugsa um trúarleg efni og trúarlíf. Börnin sjálf tóku vel á
móti öllu, sem við höfðum að segja þeim, og voru fljót að læra og
notuðu vel þetta tækifæri. Virtist fólk yfirleitt líka vera hlynt
verkinu. Það eina sem við heyrðum fundið að var það, að tíminn
væri of stuttur, að það þýddi ekki að vera að þessu svona fáa daga.
Reyndum við að sýna fram á að tíu dagar með tveimur og hálfri
klukkutíma kenslu væru 25 kenslustundir, eða hér um bil sex mán-
aða sunnudagaskóli, eins og hann er vanalega haldinn, og þar sem
þetta er líka alveg ný reynsla fyrir börnin verður það þeim mun
minnistæðara. Og þegar Iþau vita að' tíminn er stuttur, má heldur
búast við því, að hann sé notaður sem bezt.
Eg hef lýst ferðalaginu til þess að þið gætuð skilið þær ástæður
allar sem fyrir hendi eru. Um trúarleg áhrif þessa starfs er erfiðara
að ræða. Við gerðum það1 sem við gátum og vonum að þessi tilraun
hafi einhver áframhaldandi áhrif. iHivað sem þeim áhrifum liður,
er enginn vafi á því að þau margfölduðust ef hægt væri að halda
áfram því sem nú hefir verið komið á stað. Með þessari byrjun er
mikið búið, því að við lærðum margt af ferðinni, og sjáum mörg tæki-
færi til þess að næsta tilraun verði fullkomnari.
Guð blessi starfið og gefi því æ vaxandi árangur.