Sameiningin - 01.03.1930, Page 22
84
Þessar spurningar hafa stundum veriö spuröar: “Er nútímans
siöferöis- og mentunar fyrirkomulag aö rífa í sundur ró og samúð
heimilisins ? Á ekki konan að sleppa sér algerlega í umhugsun
um heimilið? Á ekki líf hennar að vera sjálfsafneitun í fylsta skiln-
ingi? Nei. Sú bezta móður, er sú móðir, sem í byrjun og til
lengdar lítur eftir sjálfri sér —- útliti sinu, klæðnaði, frístundum,
skemtunum, — leitar fróðleiks og fylgist með tímanum, svo hún geti
verið börnum sínum samhliða i hugsunarhætti, og geti leiðbeint þeim
ákynsamlega meðan |þau þurfa þess með. Svoleiðis viinnur hún
þeirra hylli, frekar en með þvi að hafa látið alt fram hjá sér ganga
af ofmikilli umhugsun og dekri, og þar af leiðandi gert börnin hugs-
unarlaus fyrir öllu nema sjálfum sér. Hve oft hefir maður iheyrt:
“og eftir alt, sem hún gerði fyrir þau börn!”
Aðrir segja líka aö hennar löngun í sjálfstæði og almennings
álit geri hana hugsunarlausa og skeytingarlausa með heimilið. Eg
held ekki. — Eg held heldur að það sé löngunin að' endurbæta og
endurnýja alfaraveg, verkstæðin, kaffihúsin, og gera það meira líkt
heimilinu.
Samvinnu hreyfingar sem á þessum árum eru altaf að breiðast
út, eru það sterkasta afl í heimi til að ná fullkomnunarstigi sam-
vinnunar. Það innifelur alla einstaklinga í heildinni sem sam-
vinnu systkini — sem vekur umhugsun ihjá móðurinni fyrir börnun-
um, ekki einungis fyrstu tólf árin, heldur áfram önnur tólf. Af-
leiðingin af öllum félagsskap stækkar sjóndeildarhringinn og gerir
hverja og eina fullkomnari í umhugsun og stjórn á börnunum. Al-
staðar er verið að endurbæta með nýjum uppgötvunum kjör vinnu-
fólksins. — Nýjar vélar, nýjar aðferðir, sem eru léttari og fljótari.
Sum heimili fylgjast með að endurbæta vinnuhætti i húsunum, en
það er ég viss um að engin stofnun yfir höfuð að tala þarfnast eins
mikið tuttugustu aldar verkþæginda nýrra aðferða, hentugri innrétting
og áhöld, heldur en heimilið. Bezti vegurinn að koma á breyting
er að lofa konunni að komast út frá heimilinu meira, vera í félags-
skap þar sem hún heyrir aðrar skoðanir, og umfram alt sér eitthvað
nýtt og -— má ég segja — smakkar eitthvað nýtt, með blessuðum
kaffisopanum — því oftast held ég að te eða kaffi skerpi hvern fund
í heimahúsum. Með því móti sér hún svo sitt heimili frá annari
hlið — eins og aðrir sjá iþað — í staðinn fyrir að synda inni i því
eins og smáfiskur í skál, 365 daga af árinu. Svoleiðis líf er nóg til
þess að deyfa þær göfugustu hugsanir og eyðileggja þá háleitustu
framsóknarihvöt. Dríf þú þig. frá þvi; taktu þátt í einhverjum fél-
agsskap —. kirkju, sunnudagaskóla, skólamálum, héraðs félögum,
(IW. I. Com. Clu'b), eða eitthvað, hvað sem hver vill kalla það.
Ef ekki, þá kauptu blöð og tímarit, og lestu hvað þú getur, og reyndu
að fylgja þeim eftir, og lyftu þév svoleiðis upp, í Canada eru ýms,
stór sameinuð félög — utan allra vkirkjufélagajma..— Og :ÖH iStarfa.