Sameiningin - 01.03.1930, Síða 25
87
engin messugjörS var, og; svoleiðis minst þess að dagurinn var
ekki virkur dagur.
Þá eru nú skólaárin — og mörg eru þau oröin. Er þá ekki nauS-
synlegt aS fylgjast meS börnunum, og núna miklu fremur geta þær
þaS en mæöurnar okkar, sem voru óskólagengnar og stirðar í ensku
máli. Ágætis félagsskapur hefir veriS stofnaöur í Bandaríkjunum
og aústur fylkjunum: “Parent and Teacher Organization.’’ Eitt
haust sendi út þetta félag ofurlítin 'bækling, aöeins eitt blaö, á hvert
heimili, meö nokkrum spurningum, sem sýnir svo greinilega áhugan
sem hver móöir er skyldug aö hafa, viövíkjandi samvinnu meö skól-
anum ef vel á aö fara:—
1. Áminnir þú barnið aö bera viröingu fyrir kennaranum, og öörum
yfirboðurum ?
2. Kemur þú barninu til hvíldar snemma á kveldin, svo aö þaö veröi
vel hrest aö byrja starfið á morgnana?
3. Passar þú aö hafa einfaldan en kraftgóðan mat — og koma honum
nógu snemma á fætur til aö borða morgunmatinn ?
4. Áminnir þú barnið aö lesa 'blöð og tímarit og hafa vakandi áhuga
fyrir héraðsmálum ?
5. Ert þú varkár í orði, svo barniö misskilji ekki það, sem þú ert að
tala um.
6. Reynir þú aö hafa umtalsefni viö máltíðir, ánægjulegt og upp-
byggilegt fyrir harnið ?
7. Reynir þú að fylgjast meö barninu í skóla lexíunum, leikjum, og
xtmfram alt, •— vinskap viö önnur börn?
8. Reynir þú að fara eftir heilsureglum á heimilinu og leiða í ljós
alt það breinlæti bæði á sál og líkama, sem þú getur, með þeirri
meövitund, að þó að skólinn reyni alt sem hægt er að innprenta börn-
unum Ihreinlæti á líkama og hugsunum, þá gagnar það lítið ef heim-
ilið ræktar enga undirstöðu í þá átt.
!). Ert þú sjálf gott eftirdæmi?
Nú mun einhver spyrja: “Hvenær, ef móðirin er altaf úti á
kvenfélagsfundum, eða vinnustofum, eöa stjórnarþingum, eða kaffi-
drykkju — hvenær á hún þá að lifa með börnunum, leiðbeina þeim
i þeim lífsins fræðum, sem þau þarfnast og munu þakka henni fyrir
á seinni árum? Það er nógur tími, því þið muniö það er hóf
í öllu. Það eru matmáls tímar, klukkutími eða tveir á kveldin, og
engin móðir eða húsráðandi á með að steypa sér svo ofan í fram-
sóknar-áætlanir, að hún þurfi út alla daga og öll kveld. En svo er að
riota öll tækifæri. Litill drengur var einu sinni að telja upp einhver
ósköpin, sem hann ætlaði að gera þegar hann væri orðinn stór.
Pabbi og mamma gáfu sér nógan tíma til að hlusta á hann. Þegar
hann var loksins búinn þá svaraði pabbi hans á þessa leið, i staðinn
fyrir að gera gys að honum, eða biðja hann blessaðann að þeyja:
■“Settu markið þitt hátt í lífinu og hertu svo þinn mátt og hikaðu