Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 31

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 31
93 þú hefir satt? Þeir nöktu, sem þú hefir klætt, þeir sjúku og i fangelsi, sem þú hefir vitjaö? Þ'á er ekki ai5 finna 'hér í ábygöinni.''’ Engillinn fór og einsetumaöurinn vaknaöi. Þaö var miönætti. Frá himinhvolfinu -horföu niður óteljandi fagrar stjörnur. 1 skóginum alvarlegum og dimmum var dauöakyrð. Ekkert heyröist nema niöurinn í lækjarsprænunni, sem hélt áfram fagnandi, jafnvel í dimmunni. “Hvar er starf mitt?” spurði einsetumaðurinn sjálfan sig, er hann stóð berhöfðaður i svala næturinnar. “Stjörnurnar halda áfram sitt setta skeiö; tréin breiða út lim sitt móti himni og lækurinn rennur til hafs, en ég sem er þeim öllum fremri vegna þess að ég er gæddur vilja, skynsemi og framtaksemi, geri ekkert. ‘Vel gert, trúi og dyggi þjónn,’ getur aldrei oröiö sagt við mig.” Þegar morgnaöi sá einsetumaðurinn býfluguna sinna iðju sinni, fuglinn búa sér hreiður og silkiorminn spinna vef sinn. “Er ekkert starf til handa mér?” sagði hann, “mér, sem er æðstur í sköpunarverkinu.” Einsetumaðurinn kraup í bæn, og gat engu orði upp komið. Hvar var starf handa honum? Hann hafði einskis að minnast nema illverka. Hann hafði skaðað meðbræður sína, en hvar voru góðverk hans? Bænir og syndabætur þurkuðu ekki tár af neinum hvarmi, söddu ekki hina hungruðu og klæddu ekki ’hina nöktu. “De Montfort, þetta er fánýtt. Það er þörf á kærleika jafnhliða guðsótta.” Þannig mælti einsetumaðurinn við sjálfan sig, er hann reis á fætur. Þegar kvöldaði var klefi hans í hinum fjarlæga, dimma skógi mannlaus. Maðurinn Ógurleg drepsótt geysaði í stór'borg einni mikilli. Á þröngum götum þar sem fátæklingunum var hrúgað saman, dóu menn i hundraðatali daglega. Þeir sem ekki veiktust, flýðu og skildu eítir 'þá þjáðu og deyjandi ósjálfbjarga. Ótti slökti alla miskunsemi og meðlíðan. Heilar fjölskyldur veiktust og dóu án hjúkrunar, hugg- unar eða greftrunar. Mitt í þessum ógnum var á ferð ókunnugur maður, sem litið barst á í klæðaburði. Hann var að nálgast borgina þar sem drep- sóttin geysaði. Flýjandi íhúarnir, sem mætti -honum, vöruðu hann við hættunni, en faann skeytti því ekki. Hann hélt áfram inn í borg- ina og þangað sem neyðin var mest. í fyrsta hú-sinu varð fyrir honum ungmær, aðfram komin og ein. Með veikum rómi bað hún um eitthvað að siökkva hinn brennandi þorsta. iHann bar að vörum hennar svalan drykk og teigaði hún með áfergju. Svo sat hann hjá henni að gæta hennar. Brátt tók sótthitinn að réna og hún sofnaði. Þá tók hann faana í fang sér, bar hana út fyrir -borgarmúrana þar sem loftið var hreinna og þeim hjúkrað er þangað komust. Aftur snéri hann til baka inn í ólyfjan borgarinnar meðal hinna

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.