Sameiningin - 01.02.1932, Page 6
36
Skriftir í katólsku kirkjunni
Maður aÖ nafni E. Boyd Barrett, sera fyrrum var prestur í
katólsku kirkjunni um tuttugu ára skeiÖ, og meÖlimur í reglu
Jesúíta, skrifaÖi fyrir einu eða tveimur árum bók. sem hann nefnir :
“Á meÖan Pétur sefur.” Bókin er skrifuÖ, að því er höfundur
segir, i þeim tilgangi að benda hinni voldugu páfakirkju á ýmislegt,
sem betur mætti fara í starfi hennar og venjum.
Einn kaflinn í þeirri bók er um skriftir eða syndajátningar
katólskra manna. Þær eru háSar reglum og lagaboðum, eins og
flestir vita. Katólskum mönnum er boÖið að játa syndir sínar að
minsta kosti einu sinni á ári. Það, sem þeir eiga að skrifta fyrir
presti sínum, er ekki almennur breyskleiki, eða syndugt líf yfir-
leitt, heldur öll ákveðin afbrot, sem þeir hafa á samvizkunni, og
sérstaldega stórsyndir, “dauðasyndir” svo kallaðar; því að á þeim
afbrotum fæst ekki full fyrirgefning hjá Guði, segir katólska guð-
fræðin, nema menn þiggi aflausn af skriftaföður sínum fyrst. En
aflausnin er því skilyrði bundin, að presturinn hevri áður fulla og
hreinskilna játningu svndarans og leggi á hann viðeigandi ögun
eða hegningu.
Kenning þessi gjörir því skriftirnar að sakramenti, nauðsyn-
legu til sáluhjálpar; og góðir menn og guðræknir á katólska vísu
bera sjálfsagt djúpa lotningu fyrir athöfninni. En mótmælendum
veitir nokkuð erfitt að sjá þar mikinn helgidóm í, eins og venju-
lega er með skriftirnar farið, að sögn, í þeirri kirkju. Skrifta-
menn safnast saman á tilteknum tímum frammi fyrir skriftaklef-
anum. ganga þar inn einn og einn og mumla játningu synda sinna
í gegnum gat á vegg eða þili, í eyra prestsins, sem situr þar fyrir
innan, hlustar á játningarnar og gefur þau ráð eða segir fyrir um
syndabætur þær, sem honum þykir við þurfa, og mælir fram af-
lausnarorðin, nema skriftamaður eigi að fullnægja einhverjum
skilyrðum áður, sem honum eru sett. Útdráttur úr kaflanum fylg-
ir hér.
Þegar iðrandi syndarinn kemur inn í skriftastúkuna, segir
Barrett, þá er eins og hann sé lokaður inni í þröngum og dimmum
fangaklefa. Ótti sá eða blygðun, sem hann hefir fundið, til áður,
eykst nú því meir, sem hann þarf lengur að bíða, áður en spjaldið
er dregið frá og hann sér grilla í andlit prestsins í gegn um grind-
urnar. Það er eins og spennandi sjónleiks-upphaf, þegar þetta