Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1932, Síða 9

Sameiningin - 01.02.1932, Síða 9
39 kyssir hann róÖukrossinn, sem hangir í skriftastúkunni, um leiö’ og spjaldið er dregið fyrir til merkis um að játningarstund hans sé lokið. Nú skal athuga, hvers konar áhrif skriftirnar muni hafa á skriftabörnin. Oft láta menn í veðri vaka, bæði katólskir og aðrir, að einmitt þann hugarlétti, sem menn þurfi helzt við, þegar þeim sé órótt innan brjósts. “Hversu margar sálir eru ekki haldnar af þjáningum, angist, einstæðingsskap,” skrifaði Newman kardínáli, “svo að þær þurfa þess um fram alt við að geta fundið einhverja þá persónu, er þær megi úthella tilfinningum sínum fyrir, án þess að heimurinn heyri. Einhvern þann mann, sem er nógu sterkur til að hlusta, en ekki svo sterkur, að hann fyrirlíti.” Kardínálinn mikli eignar hér skriftunum þann kost, óbeinlínis, að þær fullnægi djúpri þörf manneðlisins, þeirri þörf, sem knýr hrelda sál til að segja frá harmi sínum. Sagt er, að sálarfræðingurinn Jung hafi tekið í þennan sama streng, og komist svo að orði á nýtízku máli: “Kat- ólskir menn þurfa ekki sálkrufningar við; þeir hafa skriftirnar.” En er það þá satt, aS skrifta-athöfnin, svo sjónleikskend, sem hún er, veiti þó innibyrgðum geðveilindum heilsusamlega útlausn? Eru skriftirnar katólskum mönnum eins og öryggisspjald, er varð- veiti þá frá taugabilun? Eða eru katólskir menn yfirleitt heil- brigðari andlega, og lausari við “undarlegheit” heldur en annað fólk, sökum skriftanna? Slíkar spurningar vakna í huga manns. eðlilega, þegar svo mikið er látið af ágæti þeirrar athafnar, eins og víða er gjört. Sá, sem þetta ritar, hefir haft all-náin kynni, persónuleg, af skriftum í katólsku kirkjunni. Hann hefir játað eigin syndir sínar þúsund sinnum og betur til. tlann hefir heyrt, sem skriftafaðir, syndajátningar katólskra manna í þúsundatali. Enn fremur hafa margir katólskir menn leitáð til hans utan skrifta, og hefir það þá tíðum komið í ljós, þegar andleg veilindi þeirra voru krufin, að þeir höfðu beðið heilsuhnekki andlegan af völdum skriftanna. Hann hefir því fengið fágætt tækifæri til að skoða málið frá þrem hliðum: sem skriftabarn, sem skriftafaðir, og sem sálkrufninga- maður utan skrifta. Og hann er tregur til, með þessa reynslu fyrir sér, að fallast á þá skoðun, að skriftirnar veiti mönnum þann heilsusamlega veg til að opna hugskot sitt, sem sálfræðingar vilja finna. Þær eru of einskorðaðar, of mikið mannasmíði, og of þvingandi í eðli sínu til þess, aö þær geti fengið hugsjúkum mönn- um heilsusamlega fróun. Lagaboðið hefir firt þær manneðlinu og gjört þær að byrði fremur en hugarlétti, fyrir allan þorra katólskra manna. Að þær varðveita ekki fólk vort frá geðveilindum, sann-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.