Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1932, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.02.1932, Qupperneq 11
4i reynslu—sem hafði drekt nýfæddu barni sínu nokkrum árum áður. HYm vildi játa það alt saman upp á ný, þótt hún væri þegar búin aS þiggja aflausn. Hún leitaðist við, árangurslaust, að finna í skriftunum einhvern veg til að gleyma. Ef hún aSeins gæti gleymt því öllu saman! Syndafyrirgefningin hafði ekki veitt henni nokkra fróun; hún setti ekki fyrir sig syndina í þessu verki sínu, sérstaklega. Hún leit á það alt saman eins og harmsögu, og aumkaði sjálfa sig. En frá kenningarlegu sjónarmiði eru skrift- irnar ekki ætlaðar til þess að ráða bót á öðrum eins kvilla og þeim, sem að henni gekk. Öðru sinni man eg eftir aö eg hlustaði á játningu ungrar stúlku, sem hafði vilst mjög langt út af réttri leið. Hún hafði játað syndir sínar svo ítarlega sem þörf var á, eftir kenningum kirkjunnar; en þegar eg sagði henni að nóg væri sagt, að hún þyrfti ekki að lýsa þeim hlutum frekar, þá var eins og henni féllist hugur. Hún vildi endilega “játa alt” eins og hún skildi það orð. Og það var auðséð að hún myndi ekki finna frið, nerna hún fengi að gjöra slíka játningu. Og einmitt í þessu efni kemur bæði kenningin um skriftirnar, og eins sjálf aðferðin, í bága við þarfir mannshjartans. Skrifta- feður eiga ekki að leyfa það, að öllum atriðum sé lýst út í æsar. En þegar sá, sem skriftast, fær ekki að lýsa vandkvæðum sínum eins og hann sjálfan langar til, þá er honum varnað þess friðar, sem hann er að leita eftir. Eg gat ekki hughreyst þessa stúlku, hvernig sem eg reyndi, fyr en loksins eg lét hana skilja það á orð- Um mínum, að eg vissi hvað það væri, sem hreldi hana. Þá fyrst var hún ánægð. Það var ekki fyr en þá, að sál hennar fyltist “andlegum fögnuði.” Til eru vissir hópar af katólsku fólki, sem ekki hafa gott af skriftagöngu. Þeir, sem þjást af sjálfsóviröing eða tilfinning um eigin lítilmensku, og koma stöðugt til skrifta, venjast á að mikla fyrir sér óverðleika sinn og vænta svo ósigurs í öllu, sem þeir takast á hendur. í staðinn fyrir að þroska sjálfstæði sitt, styðja þeir sig meir og meir við skriftaföður sinn og leita til hans með alls konar smá-vandræði. Von bráðar verða þeir eins og vafnings- Víður, geta ekki staðið á eigin merg og missa það litla siðferðis- þrek, sem þeir höfðu áður. Og þó eru til prestar, sem hvetja slíkt fólk til að skrifta sem allra oftast, og hafa jafnvel nautn, að því er virðist, af að láta aðra menn hanga utan í sér! Á meðal skriftafólks má finna flestar eða allar þær tegundir salarkvilla, sem nafnkendar eru. Sumir rnenn verða “talnasjúk- lr '• þeir mega til að hafa nákvæman reikning yfir sérhvað eina, sem þeir játa. Aðrir sýna ljós merki þeirrar tilhneigingar að fara

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.