Sameiningin - 01.02.1932, Side 12
42
sem verst með sjálfa sig. Þeir virðast hafa einhverja nautn af að
gjöra sem allra mest úr eigin synd og spillingu. Þá er ekki fátt
af málrófsmönnum, sem endurtaka sömu orðin upp aftur og aftur,
þangað til manni verður flökurt. En sá kvillinn, sem algengastur
er í sambandi við skriftagöngur, er áhyggjuveiklun sú eða hugar-
víl, sem skriftafeður eru vanir að kalla “smámunasemi.”
Ekki mega menn þó ráða j?að af þessum orðum mínum um
óholl áhrif skriftagöngunnar á sumar lyndiseinkunnir, að eg telji
skriftirnar óheilnæmar yfirleitt. Eg veit ekki af neinum þeim
merkjum er votti slíkt. Skriftirnar hugga og friða mikinn þorra
katólskra manna, þeir finna þar fróun, bæði yfirnáttúrlega og
náttúrlega. Eg vil ekki taka dýpra í árinni, en aðeins benda á það,
að skriftaathöfnin sé svo einskorðuð, svo smíðiskend, svo bundin
lagaákvæðum, að hún geti ekki orðið skoðuð sem fullnægjandi
vegur til hugarléttis fyrir þá, sem eitthvaö amar að; og hitt annað,
að þær gjöri sumu fólki meira ilt en gott, sérstaklega þeim, sem
haldnir eru af einhvers konar áhyggjuveilindum eða hugboði um
eigin lítilmensku.
G. G.
Vínb ann og áfengissala
Það hefir lengi verið eitt af stór vandamálum þjóðanna hvern-
ig fara eigi með áfengi. Ofdrykkja og alt það böl, sem henni
fylgir, hefir vakiö menn til meðvitundar urn hve mikið er í lnifi
í sambandi við meðferð áfengisins. Óhindruð áfengisverzlun fékk
lengi að njóta sin um heim allan, en afleiðingarnar urðu þannig að
mönnum tók að ofbjóða. Á ýmsan hátt heíir verið reynt að
stennna stigu þeirra. Ein aðferð er að innræta mönnurn bindindis-
semi, með ])ví að útbreiða þekkingu á skaðsemi áfengis og jæim
hættum, sem notkun þess fylgir, og vekja þannig hjá einstakling-
unum sjálfstæði til þess að sneiða sig hjá því. Hefir ])essari að-
ferð verið beitt með miklum og góðum árangri. En ])egar svo
hefir verið komið í einhverju mannfélagi að bindindisstefnan hefir
átt sterk ítök í almenningsálitinu, hafa menn talið það ófært að
leyfa áfengissölunni að halda áfram þannig að ekki væri á annað
litið en peningagróða þeirra er að henni standa. Vakandi sið-
ferðisvitund hefir fundið til þess aö velferð almennings ætti að
ganga á undan gróðafýkn þeirra, er litlu skeyta afíeiðingum af
því að spila á veikleika bræðra sinna og systra. A þessum grund-