Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1932, Page 13

Sameiningin - 01.02.1932, Page 13
43 velli hefir ýmislegt veriÖ reynt, er draga mætti úr hættunum. Reynt hefir verið að setja áfengisverzlun ýmsar skorður, og ber saga bindindishreyfingarinnar hér í Ameríku þess ljósan vott að leitað hefir verið af einlægni eftir leiðum til að draga úr böli ofdrykkj- unnar og sporna við því að áfengisnautn aukist. 1 allri þeirri viðleitni urðu bindindisvinir fvrir eindreginni mótspyrnu þeirra, er voru að njóta persónulegs hagnaðar af tilbúningi og sölu áfengis. Auðvald það, sem hélzt við og magnaðist á áfengisverzluninni, varði fjöregg sitt mjög ósleitilega. Það hafði ítök alstaðar og sýndi ekki undanhald fyr en i fulla hnefa var komið á neinu sviði. Saga bindindismálsins hefir að miklu leyti verið barátta mann- vina, sem hafa látið sjórnast af umhyggju fyrir mannlegri vel- ferð, við illvíga afstöðu þeirra, er fyrst og fremst hafa látið stjórnast af ábatavon. Að sjálfsögðu hafa margir í allri ein- lægni fylgt þeim að málum, án þess að stjórnast af þessari hvöt, en mótspyrnan gegn takmörkun áfengissölunnar hefir sókt sinn mesta þrótt til þeirra, er mest hafa hugsað um að mata krókinn sjálfir. Framanaf var barátta bindindishreyfingarinnar engan- veginn barátta fyrir vínbanni. Það var ekki fyr en svívirðingar áfengissölunnar gengu alveg fram úr hófi, að þolinmæði bindindis- vina og almennings brast, svo nú var snúið að því að afnema með lögum þá verzlun, sem aldrei hafði sýnt löghlýðni eða umhyggju fyrir mannlegri velferð. Það var ekki neitt leynilegt við þessa baráttu. Hún var opinská og hrein og vann sigur á þeim grund- velli. Hinir hvgnari meðmælendur áfengissölunnar vita að hún var gerð landræk fyrir það hvernig hún hafði misboðið allri sómatilfinningu. Enda er nú ætíð viðkvæðið að enginn vilji taka upp aftur fyrirkomulagið sem var. En þó þessi hafi verið saga málsins, sker það auðvitað ekki úr því hvort vínbann hafi verið heppilegasta úrræðið. En það varpar ef til vill ljósi á ýmislegt, sem komið hefir fram síðan vín- liannið komst á. Aldrei hefir önnur eins tilraun verið gerð að hnekkja gildandi löggjöf, eins og raun hefir verið á með vínbanns- lögin. Með þvi að útbreiða einhliða, hlutdrægar og ósannar frá- sögur um það hvernig vinbannið gefist, hefir átt að vekja þann ohug á lögunum að þeim sem bráðast yrði komið fyrir kattarnef. Alt á þetta að vera í þarfir bindindis, og er það ný röksemda- færsla úr jDessari átt. Vínbanninu hefir verið kent um alt, sem af- laga fer, síðan það komst á. Getur það veriS upplýsandi að lita nokkuð nánar á það sem almenningi er boðið í jæssu sambandi. Eitt mein, sem vínbanninu er kent, er að það hafi innleitt ó- löglega áfengissölu. Er víst ætlast til að menn álíti að hún hafi

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.