Sameiningin - 01.02.1932, Síða 17
47
þjóÖir allar, er reynt hafa algert vínbann, hafa nú fallið frá því,
aÖ undanskilinni hinni amerísku þjóÖ. Pinnland rak lestina með
miklum meirihluta á móti vínbanni um áramótin síðustu. Ætlar
nú eftir því sem blöðin skýra frá að reyna nýtt fyrirkomulag, sem
virðist í einlægni eiga að miða að því að takmarka ofdrykkjubölið
með þvi að afnema tækifæri til þess að græða á því að ota áfengi
að fólki. Ríkið mun ætla að taka að sér tilbúning, innflutning og
útsölu áfengis án hagnaðar og leyfa útsölu þess matsöluhúsum og
öðrum einungis á þeim grundvelli. Sé rétt skýrt frá þessu, yrði
ekki þannig nein hvöt til þess að ýta út vörunni eins og raun hefir
verið á, þegar um mikinn hagnað hefir verið að ræða. Verður
þessari tilraun Finna veitt nákvæm eftirtekt, þvi sé það unt að af-
nema alla ábatavon í sambandi við áfengið, er mikið fengið. En
eigi ríkið að hafa áfengið fyrir féþúfu, er það að festa verzlunina
án tillits til þess hvort hún er þjóðinni til heilla eða ekki. En á
þeim grundvelli verður aldrei leyst úr vandanum í þessu efni.
En hvað sem öllum lögum líður, ætti það að vera öllu kristnu
og velhugsandi fólki ljóst hvílík þörf er á því að stemma stigu við
böli því, sem áfengið hefir í för með sér í öllum löndum. Sé
vínbann ekki heppilegasta aðferðin til að hnekkja ofdrykkjunni,
verður að finna aðra aðferð, er gefst betur. En mikið af bar-
áttunni gegn vínbanninu í Bandaríkjunum er auðsjáanlega sprott-
ið af óheppilegum hvötum og hirðir ekki um að taka allan sann-
leikann til greina. Það hefir eflaust verið sök bindindisvina að
treysta of mjög á lög og láta falla niður um of stöðuga viðleitni
að skapa og hakla við heilbrigðu almenningsáliti. En fagur er sá
draumur að einhverntíma verði þjóðirnar svo þroskaðar að ein-
dregið almenningsálit líti einnig á það, sem heill fjöldans krefst.
Af þeim rótum er vínbannshreyfingin sprottin—vegna þess a5
áfengissalan hefir virt það að vettugi.
K. K. Ö.