Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1932, Page 18

Sameiningin - 01.02.1932, Page 18
48 Lútersk kirkja Ekki eru eftirfylgjandi orö nein fullkomin lýsing á lúterskri kirkju. Því er nú miður. En þau eiga aÖ minna á örfá einkenni hennar eins og eg hefi kynst þeim eða um þau lesið. Æfisögur einstakra manna byrja einatt á einhverri greinagerÖ um ættir þeirra og erfðir. ViS þá ættfærslu skiljast mennirnir og einkunnir þeirra betur. Eg hygg að svipað sé ástatt hvað áhugamál mannkynsins snertir. Hið sama gildir um kirkjuna. Menn þurfa að kynnast ætt hennar og uppruna. Lútersk kirkja er Guðs ættar. í villu páfadómsins var við- kvæði siðabótarmannanna: til Krists, til postulakirkjunnar. Þaðan er erfðafé hennar. Forfeður sína telur hún Pál, Ágústínus, Eúter og Melankton. Sumir nefna Lúter föður hennar, en Melankton móður. Saga siðabótarinnar á sextándu öld er saga lúterskrar kirkju. Hún fæðist í háskóla. Hún vex upp í fóstri manna, sem Lúters og Melanktons. Auk trúaráhugans er auðkendi þá, taldi samtíðin þá í fyrsta flokki sinna lærdómsmanna. Andrúmsloft hinnar endurreistu postulakirkju var frelsi hins kristna lærisveins. Næring hennar kærleiksorð Guðs og biblían hennar stefnuskrá. Það, sem knýr fram siðabótarkirkj una, er barátta hreintrú- aðra lærisveina gegn villu, eigingirni, syndum og fráfalli heiðinna kirkjuhöfðingja er báru kristið nafn, og spiltum aldaranda. Framan af svipar kjörum kirkjunnar til æfi Lúters. Hann fæðist er for- eldri hans eru á ferð, í vetrarríki og fátækt. Hann elst upp við örðug kjör. Meðan hann gengur mentaveginn er hann til neyddur að biðja ölmusu. Oft gengur hann til hvílu örmagna og án kveld- verðar. En við lærdóm sinn heldur hann þó áfram, bljúgur eins og barn í föðurfaðmi. Þannig var æskuskeið hins örugga andlega leiðtoga, sem mikill hluti heims telur þarfasta þjón kristinnar kirkju síðan á tíð postulanna. Thomas Carlyle nefndi Lúter “hinn kristnaða Óðinn.” Ef til vill hefði Islendingnum þótt betur hæfa að nefna Lúter hinn kristnaða Þór, með þrumuhamar sannleikans, og megingjarðir lifandi trúar, er hiklaust réðst til andlegrar hólm- göngu við Leó páfa, Karl keisara og Hinrik áttunda. Get eg til, að ýmsum finnist þar ítrekuð sagan um Davíð og Golíat. Lúter endurfann biblíuna og gerði hana eign alþýðunnar. Og orð Guðs varð hjartað í lífi hans. Þaðan er það sprottið, að kirkjan sem við

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.