Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 20
50
dygg samtíð sinni, þorir hún að vera í minni hluta og líða andmæli
og álas. Skoði hún stefnu eða kenning ósamhljóða anda Guðs og
orði, er lútersk kirkja þeirra stefnu andvíg. Hið mannlega fellur
eða stendur eftir aðstöðu þess við Guðs orð. Meiri hluti eða minni
hluti mannanna er henni lítilsvirði. “Hér stend eg, eg get ekki
annað. Guð hjálpi mér,” er hennar einkunnarorð.—Umboð henn-
ar er hvorki frá yfirvöldum né alþýðu, heldur frá Guði. Henni
er annara um andlegan þroska og líf lærisveina sinna en deilur
leiðtoga. Hún er umburðarlynd, án þess þó að láta óátalinn ósann-
an frið eða öfgakenningar. Hún byggir á kletti aldanna. Guðs
orð er hennar Gíbraltar. Það er hennar frægð og hennar styrkur.
En fyrir það er henni einnig álasað. Því hefir hún einatt verið
krafin reikningsskapar af valdhöfum veraldarinnar, sem í önd-
verðu. Og ef nauðsyn ber til, mun hún enn ítreka hina hógværu
en minnistæðu játningu Lúters: “Hér stend eg.”—
Lútersk kirkja hefir kostgæfilega reynt að eignast kjarnann
í erindi Krists, eða hjarta kristindómsins. Eins og góð móðir gefur
hún aftur börnum sínum það hjarta sitt.
Einkum hefir einingarandinn náð til lúterskra manna síðari
árin. Fyr voru kirkjudeildir og þjóðir, er aðhyllast lúterska trú,
um of einangraðar. Fór þeim títt sem “frjálsræðishetjunum”
forn-íslenzku í hinu fræga kvæði Jónasar Hallgrímssonar, að þeim
óx andríki og fræð og “undu svo glaðir við sitt.”—
Aftur er viðkvæði kirkjunnar i síðustu tíð: Allir eitt. Andi
íslenzka skáldsins er kvað: “Hvað má höndin ein og ein, allir
vinnum saman,"—er að ná haldi á hugum manna um heim allan.
Á síðari árum hafa lúterskir menn frá nálega öllum löndum
heimsins haldið nokkur allsherjarþing. Hið íyrsta var háð í
Eisenach, á Þýzkalandi, 19. ágúst, 1923. Mættu þar um 200 full-
trúar frá 42 þjóðum og ríkjum. Á síðasta þingi lúterskra manna í
Kaupmannahöfn, 1929, var kosin miðstjórn lúterskrar starfsemi í
heiminum. Er Dr. Tohn A. Morehead í New York, formaður
hennar. Dr. Morehead heimsótti kirkjuþing lúterskra íslendinga
í Vesturheimi, 1925, sem fulltrúi United Lutheran Church in
America.
—Nú telst lútersk kirkja mannflest og áhrifamest, næst
kaþólskri kirkju. Elcki verður þó enn sagt um lúterska menn, að
þeir séu allir eitt. En margt ber þó þess vott, að þeir og aðrir
kristnir menn skilji nú betur en fyr, þessi orð Jesú í æðstaprests-
bæninni:
“Allir eiga þeir að vera eitt.”
]. A. S.