Sameiningin - 01.02.1932, Qupperneq 26
56
Eg minnist Jobs. Híver vor á meðal hefir ratað í meiri raunir
og þjáðst meira á líkama og sál en hann? Ungur maður kom til
Jobs með leiðbeiningar og huggunarorð og mælti á þessa leið : “Er
þú segir að þú sjáir hann ekki; málið er lagt fram fyrir hann og
þú átt að bíða eftir honum.”
Árangurinn af samtali þessa unga manns við Job, má lesa í
Jobsbók 42, 1-6:
Þá svaraði Job Drotni og sagði:
Eg veit að þú megnar alt
og að engu ráði þínu verður varnað fram að ganga.
“Hver er sá, sem myrkvar ráðsályktun Guðs í hyggjuleysi ?”
Fyrir því hefi eg talað, án þess að skilja,
um hluti, sem mér voru of undursamlegir og eg þekti eigi.
“Hlusta þú, eg ætla að tala;
eg mun spyrja þig og þú skalt fræöa mig.”
Eg þekti þig af afspurn,
en nú hefir auga mitt litið þig!
Fyrir því tek eg orð mín aftur
og iðrast í dufti og ösku.
Það er svo oft, sem vér eigi sjáum Guð og finst öll von úti.
En munum að hann sér oss.
“En augu Drottins hvila á þeim, er óttast hann, á þeim er
vona á miskunn hans.” (Sálm, 33,-18).
Málefni vort er frammi fyrir honum og það er vor skylda að
biðja. Einungis þurfum vér að geta séð þetta á öllum tímum. Gott
er að eiga vini, sem benda oss á sannleikann og beina ljósinu aftur
inn í lif vor þegar syrtir að. Sumir menn eru ljós og bera með
sér það andrúmsloft, sem leiðbeinir, fullvissar og hughreystir.
Yfir þeim hvílir þung alvara og Guðskraftur, sem blessar og styð-
ur. Guð hefir aldrei slept hendinni af oss og vér vitum að þeim,
sem elska Guð samverkar alt til góðs.
“Eg-vil kenna þér og fræða þig um veg þann, er þú átt að
ganga; eg vil kenna þér ráð, hafa augun á þér.” (Sálm. 32-8).
Eg minnist á frelsarann sjálfan, þar sem hann, undir ýmsum
kringumstæðum, talar huggunarorð til lærisveina sinna og fólks-
ins. “Og hann steig út í bát og fór yfir um og kom í sína eigin
borg. Og sjá, menn fræðu til hans lama mann, sem lá í rekkju;
og er Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: Vertu
hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.” (Matt.
9-1,2).