Sameiningin - 01.02.1932, Síða 28
53
Sálmur
| Orktur af Birni Þorbergssyni; sunginn á þrjátíu ára afmœli
Concordia safnaSar, þ. 8. nóvember mánaðar 1931.
Heilagi faðir! Ó heyr þú vort lofgjörðar kvæði
Hönd þín öll tilreiðir nytsöm og varanleg gæði.
Drottinn frá þér,
Daglega öll þiggjum vér,
Líf, heilsu, fötin og fæði.
Heilagi Guðsson! Vor himneski frelsarinn kæri,
Heimi ]?ú sýndir hvar leiðin til föðursins væri.
Hjálpa oss hér,
Hana að feta sem ber.
Lærdóm þinn allir svo læri.
Heilagur andi! Vor upplýs og helga þú hjörtu.
Hrek þaðan efann og vonleysis skuggana svörtu.
Legg oss þitt lið,
Lifs alla baráttu við.
Leið oss í ljósinu björtu.
Beyg þig í duftinu, magnvana, mannlegur andi,
Mikilleik Drottins og gæzku hans sí-vegsamandi.
Trú þín sé traust,
Trú þú því efunarlaust,
Drottins orð stöðugt að standi.
Ávarp
Kæri Concordia söfnuður:
Sannarlega máttu kannast við, að Guð styrkir góðan vilja, og
að aldrei bregst orð meistarans mikla: Það sem tveir eða þrír eru
komnir saman i mínu nafni, þar er eg mitt á meðal þeirra. Með
fámenni og fátækt byrjaði söfnuðurinn tilveru sína. Saga safn-