Sameiningin - 01.02.1932, Side 34
Cn
En tíminn leyfði mér ekki a8 horfa lengi yfir svæði þetta.
FerÖinni var heitið til Erfurt, og dagurinn var stuttur.
Það hafði snjóað síðastliðna nótt. Húsþökin í Eisenach voru
hvít; turnar og stöplar líktust alabastur. Þunn himna hvíldi yfir
engjum og hálendi. Trén voru búin hrím-litu fiðri.—
Leið mín lá gegn um skóga og rjóður. Vegalengdin var þrjá-
tíu mílur. Veðrið var bjart og loftið létt, eins og mitt eigið hjarta
Skuggar grenitrjánna breiddu sig yfir snjóinn. Það marraði glað-
lega í snjónum undir fótum mér. 1 rjóðrunum sáust smá greinar
trjánna bera við heiðríkjuna, eins og svartir ritblýsdrættir. Alt
bar hreinan og skýran og ákveðinn svip. Þannig vildi eg að líf mitt
gæti verið. Eg vissi að eg þráði háan og hreinan tilgang með lífí
mínu.
Framh.
Preátafélagsritið
Ársrit Prestafélagsins á íslandi er bæði stórt og merkilegt rit.
Ritstjórinn er og hefir frá upphafi verið prófessor Sigurður P.
Sívertsen, háskólakennari og vigsluhiskup, en fjöldamargir ágætir
menn leggja þar og hönd að verki. Þetta er þrettánda árið, sem
ritið kemur út, og er ekki eftirbátur sinna fyrirrennara. Efnið er
margbreytilegt og mest tímabært. Sjálfur leggur ritstjórinn ti!
f jórar góðar ritgerðir, og er einkum sú um Lambeth-fundinn 1930
einkar fróðleg. Er og í ritinu útdráttur úr gjörðabók fundar-
ins og þýðingar, meistaralega gjörðar, af ályktunum fundarins
um guðfræði og starfsmál.
“Kirkjan og verkamannahreyfingin” heitir vönduð og timabær
hugvekja eftir Ásmund Guðmundsson háskólakennara. Er þar
sagt frá því máli af svo mikilli sanngirni, að fyrirmynd má kalla.
Einstaklega skemtileg er ritgerð leikmannsins Kristleifs Þor-
steinssonar um “Húsafell og Húsafellspresta.”
Um hinn nýlátna erkibiskup Svia, Nathan Söderblom, ritar
biskup Jón Helgason langt og vandað mál, samboðið þeim mikla
kirkjuhöfðingja, sem allur kristinn heimur tfegar.
Margar fleiri ágætar ritgerðir eru í ritinu. svo og ljóð og
sálmar, myndir og minningar, ritdómar og bókaskrá.
—B. B. J.