Sameiningin - 01.06.1935, Síða 8
5G
lendingar í Mihvaukee, þó
ekki væri ýkja stór hópur
þeirra, héldu einnig hátíð-
iegt þúsund ára afmæli fs-
landsbygðar með prýðilegri
samkomu 2. ágúst, sem
söguleg er af ýmsum ástæð-
um. Hér var eigi aðeins um
að ræða fyrstu íslenzka
þjóðminningarhátíð í Vest-
urheimi, eins og fyr getur.
Hitt skiftir meira máli í trú-
arsögu íslendinga vestan
hafs, að á þessari merkilegu
þjóðhátíð var haldin fyrsta
í s le n z k a guðsþjónusta í
Ameríku. Má því segja, eins
og séra Guttormur Gutt-
onnsson komst eitt sinn að
orði í erindi um séra Jón
Bjarnason; að kristnisaga
vor Vestur-íslendinga hefj-
ist með nefndri hátíðar*-
guðsþjónustu suður í Milwaulcee. (Sameiningin, sept-
ember, 1924). Aldrei var þó um neina safnaðarstarfsemi að
ræða í Milwaukee, enda var mikill landnámshugur í mönn-
um um þær mundir og dreifðust þeir brátt í ýmsar áttir.
Meðal annars fluttu nokkrir þeirra seint á sumrinu 1874
til Shawano-héraðs í Wisconsin og námu þar land. Eigi náði
nýlenda þessi miklum blóma og átti sér aðeins skamman
aldur. Engu að síður er hún merkileg í vestur-íslenzkri
kirkjusögu fyrir það, að þar stóð vagga íslenzkrar safnaðar-
starfsemi í Vesturheimi. Haustið 1875 stofnaði séra Páll
Þorláksson, þar í bygð fyrsta söfnuð íslendinga vestan hafs,
og nefndist hann “Hinn íslenzki lúterski söfnuður í Shawano
County, Wisconsin.” Samkvæmt kirkjubók séra Páls frá
þeim árum voru 35 manns í söfnuðinum, og í þeirra hóp
ýmsir, sem siðar komu mjög við sögu íslendinga vestan hafs,
svo sem þeir prestarnir séra Friðrik J. Bergmann og Stein-