Sameiningin - 01.06.1935, Page 10
58
ust þar vorið og sumarið 1879 “Lincoln County söfnuður”
og “Vesturheimssöfnuður.” Séra Páll Þorláksson heim-
sótti nýlenduna, fyrstur íslenzkra presta, þá um haustið og
séra Jón Bjarnason vorið eftir, prédikuðu þeir þar og unnu
prestsverk. Vorið 1881 tók séra Halldór Briem, sem verið
hafði prestur í Nvja íslandi, köllum frá þessum Minnesota-
söfnuðum og var prestur þeirra nær árlangt. Hvarf hann
{>aðan til Winnipeg, og fór á næsta ári alfarinn til íslands.
Voru Minnesota-íslendingar eftir það prestlausir um allmörg
ár. (Smbr. “Landnám íslendinga í Minnesota”, Almanak
(). S. Thorgeirssonar, 1901, bls. 65-67).
Öflugust og fjörugust varð hin kirkjulega starfsemi á
þessum árum í Nýja íslandi, enda voru íslendingar þar iang-
fjölmennastir vestan hafs. Segir séra Björn B. Jónsson svo
frá þeim málum í “Minningarriti aldarfjórðungs-afmælis
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga i Vestur-
heimi” (1910), bls. 22-23:
“Séra Jón Bjarnason og séra Páll Þorláksson gerðust
brátt andlegir leiðtogar landa sinna. í Nýja íslandi, sem
þá var langstærsta nýlenda íslendinga, hófst all-sterk hreyfing
í þá átt, að fá prest til nýlendunnar veturinn 1876-1877.
Árið áður hafði komið til tals að fá þangað séra Pál Þor-
láksson, sem hafði tjáð sig fúsan til að gerast prestur ný-
lendumanna, og var norska sýnódan viðl)úin að styðja trú-
hoð hans í Nýja íslandi. f annan stað höfðu menn nú auga-
stað á séra Jóni Bjarnasyni. Um veturinn voru fundir haldn-
ir á ýmsum stöðum í nýlendunni til að ræða prestsmálið.
Urðu menn ekki á eitt sáttir. Vildu sumir taka boði séra
Páls Þorlákssonar og norsku sýnódunnar, en aðrir lcváðust
lítt kunnugir því kirkjufélagi og vildu heldur ráða séra Jón
Bjarnason, sem óháður var hérlendum kirkjufélögum, hafði
lokið guðfræðisnámi á íslandi og tekið þar prestvígslu. f
Júlímánuði 1877 heimsótti séra Jón Bjarnason Nýja fsland,
prédikaði þar og vann ýms prestsverk, hvarf svo aftur til
Minneapolis. Eftir það myndaðist byrjun til safnaða-félaga
á nokkrum stöðum í nýlendunni. Komu svo fulltrúar félaga
þeirra saman á fund 5. september og sömdu í nafni 130 heim-
ilisfeðra áskorun til séra Jóns Bjarnasonar um að takast á
hendur prestsþjónustu hjá þeim. Séra Jón varð við áskorun
þessari og kom lil safnaða sinna 8. nóvember 1877. Söfn-
uðir þessir nefndust “Hið lúterska kirkjufélag fslendinga i
Vesturheimi.” Grundvallarlög félagsins í 10 greinum eru