Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 16
64
Um endalok og gildi þessa
félagsskapar má vitna til
eftirfarandi orða séra Rún-
ólt's: “Kirkjufélag þetta var
að vísu ekki langlíft. Burt-
flutningurinn mikli úr Nýja
íslandi um 1880 orsakaði
það, að alt safnaðarlíf féll
þar í rústir, en þessi fyrsta
tilraun er engu síður mark-
verð, ekki sízt fyrir þá sök,
að grundvallarlög liins nú-
verandi lúterska kirkjufé-
lags vors eru að nokkru
leyti sniðin eftir þessum
fyrstu kirkjufélagslögum.”
Samanburður sýnir, að
fyrstu fjórar greinar kirkju-
félagslaganna frá Nýja ís-
landi, eins og þau eru prent-
uð í “Framfara,” eru teknar
nærri orðréttar upp í grund-
séra björn b. jónsson, D.D., vallarlög þau, sem samþykt
forseti kirkjuféiagsins, 1908—1921 voru á fyrsta ársfundi nu-
verandi kirkjufélags, 1885,
og áður höfðu í öllum aðalatriðum verið samþykt á stofn-
fundi þess. (Sjá Sameininguna, júní, 1886, bls. 39, og F. J.
Bergmann, “Saga íslenzku nýlendunnar í bænum Winnipeg,”
Almanak ó. S. Thorgeirssonar, 1906, bls. 54).
Allvíðtækur og traustur grundvöllur kristilegrar og
kirkjulegrar starfsemi meðal íslendinga í Vesturheimi hafði
því lagður verið þegar á fyrstu árum, enda var verksviðið
ærið nóg. En hlé varð nú um stund á starfi af hálfu íslenzkra
presta í nýlendum landa þeirra, því að við árslok 1882 stóðu
þeir uppi prestlausir í öllum bygðum sínum. Séra Jón
Bjarnason og séra Halldór Briem voru horfnir aftur til fs-
lands, en séra Páll Þorláksson í val hniginn um aldur fram.*).
*)Um séra Pál Thorláksson, sjá einkum “Páll porláksson,” eftir séra
Jón Bjarnason, Minningarrit alclarfjórðungs-afmœlis Kirkjufélagsins,
erindi séra Steingríms N. Thorlákssonar, “Séra Páll porláksson,” Sam-
einingin, júlí, 1924, og Minningarrit um 50 ára landnám íslendinga í
Norður-Dalcota, 1929. Um séra Halldór Briem, sjá “Halldór E. Briem,”
eftir séra Friðrik Hallgrímsson, Minningarrit aldarfjórðungs-afmœlis
Kirkjufélagsins og “Halldór Briem” eftir séra Björn B. Jónsson, Samein-
ingin, nóvember, 1929.