Sameiningin - 01.06.1935, Page 31
79
ár prestur hjá Norðmönnum. Þjónaði séra Björn síðan
nefnduin söfnuðum í tuttugu ár samfleytt.
Við lok jiessa tímabils voru því prestar kirkjufélagsins
sex talsins. Höi'ðu ]>essi fyrstu tíu ár í sögu þess verið sann-
kölluð reynsluár og mótviðris. Það hafði átt við innbyrðis
ágreining að stríða og sætt óvægum árásum utan að. Innan
félagsins olli ]iað mikilli sundrung og tjóni, að séra Magnús
J. Skaftason, hæfileikamaður og áhuga, hvarf frá lúterskum
trúarlærdómum og sagði sig úr því vorið 1891; leiddi það
til ]iess, að fimm söfnuðir hans í Nýja íslandi gengu úr fé-
laginu. Gekk hann síðar, sem kunnugt er, inn í trúarflokk
Únítara og varð forystumaður í þeirra hóp. Selkirk-söfn-
uður tvískiftist einnig út af stefnubreytingu séra Magnúsar.
Út á við átti félagið á umræddum árum (1888-90) í vök
að verjast gegn árásum á söfnuði þess, sérstaklega í Winni-
peg, af hálfu presbytera. (Smbr. fundargerninga kirkju-
]>inga frá þessum árum í Sameiningunni). Um svipað levti
hófust einnig langvinnar 'deilur féiagsins við íslenzka
Únítara. En eins og séra Björn B. Jónsson bendir á í Minn-
ingarritinu um séra Jón Bjarnason (hls. 89) forseta félags-
ins á þessum árum og miklu lengur, beindust ritstörf hans og
kirkjulegt starf um langt skeið aðallega gegn trúarlegum
hoðskap Unítara. Fór það að vonum, að jafn ákveðinn og
djarfmæltur talsmaður trúarstefnu sinnar og séra Jón var,
og að sama skapi vígfimur og harðskeyttur þegar því var að
skifta, eggjaði skoðana-andstæðinga til mótstöðu, enda
stóðu vopnin fram eftir árum löngum á honum og hinum
kirkjulega félagsskap hans. Þar við hættist, að félagið átti
framan af árum andúð að mæta hjá fjölda mörgum á íslandi,
lærðum og leikum, þó ])að ætti þar einnig marga velunnara.
Verður jafnframt til greina að taka, að þáverandi höfuð-
klerkar þess, þeir séra Jón og séra Friðrik .1. Bergmann, voru
alt annað en mjúkhentir í árásum sínum á ])að, sem þeim
þótti miður fara í íslenzku þjóðlífi og kirkjulifi, ekki sízt
hinn fyrnefndi, svo sem sumir fyrirlestrar hans bera óræk-
astan vott um.
En þrátt fyrir mótspyrnuna úr ýmsum áttum, elfdist
kirkjufélagið og færði út landnám sitt, og eflaust að sumu
leyti einmitt vegna hennar, því að í árekstrinum við andstæð-
ar skoðanir skýrist jafnan fvrir hugsandi málsaðiljum hvað
um er barist og af því leiðir aftur, að þeir þjappa sér fastar
utan um merki sitt. Án þess, að lítið sé gert úr hlutdeild
annara félagsmanna, vígðra og óvígðra, í viðhaldi þess og