Sameiningin - 01.06.1935, Page 44
92
Tveim færri en áður (56) voru söfnuðir félagsins 1923.
því að Furudalssöfnuður og Kristnessöfnuður höfðu lagst nið-
ur. En þá á kirkjuþinginu voru nöfn Jóhannesarsafnaðar og
Skjaldborgarsafnaðar tekin af safnaðaskrá þar sem þeir voru
eigi lengur starfandi. Töldust söfnuðir félagsins því 54 í
þinglok. Milliþinganefndin í sameiningarmálinu hafði hald-
ið áfram starfi sínu með þeim árangri, að Guðbrandssöfnuður
í Manitoba og Garðarsöfnuður í N. Dakota höfðu ákveðið að
sameinast félaginu, ef álit nefndarinnar næði samþykki á
þinginu. Voru tillögur nefndarinnar samþyktar í einu hljóði
og var nii leiðin opin til sameiningar hvað snerti nel'nda
söfnuði, enda gengu þeir í félagið árið eftir. Foam Lake-
söfnuður í Saskatchewan, nýstofnaður, gekk þá einnig í fél-
agið og urðu söfnuðir þess þá 57 að tölu.
Kirkjur eig'i allfáar höfðu bygðar verið á umræddu
tímabili.
En ekki hafði kennimönnum kirkjufélagsins fjölgað að
sama skapi sem söfnuðum þess og kirkjum; sérstaklega var
prestaskorturinn tilfinnanlegur framan af þeim árum, sem um
ræðir, eins og raunar svo oft áður í sögu félagsins. Nokkra
hæfa starfsmenn og ötula eignaðist það á þessum árum. Séra
Sigurður ólafsson, sem útskrifast hafði al' lúterskum presta-
skóla í Portland, Oregon, var vígður í febrúar 1915 til safn-
aðanna á Kyrrahafsströndinni, en fluttist 1920 til safnaðanna
i suðurhluta Nýja íslands. Séra Halldór Jónsson lauk guð-
fræðiprófi í Chicago vorið 1916, vigðist í janúar árið eftir
og varð prestur fjögra safnaða í Vatnabygðum austanverðum,
en séra Haraldur Sigmar, sem áður hafði þjónað öllum söfn-
uðunum í þeim bygðum, varð áfram prestur safnaðanna í
vesturhluta nýlendunnar. Séra Sigurður S. Christopherson
varð fastur prestur í Langruth 1917 og fram til 1924, því
næst heimatrúboðsprestur á ný og síðan 1930 prestur Kon-
kordia og Lögbergssafnaða í Saskatchewan. Séra Adam Þor-
grímsson lauk námi við Chicago prestaskólann vorið 1919 og
vígðist þegar til fimm safaða við Manitobavatn. En ekki fékk
félagið um mörg ár að njóta starfskrafta tveggja hinna síð-
arnefndu. Auk þess bættist félaginu á þessum árum
(1919) aftur einn af þessum mætu starfsmönnum frá fyrri
tíð, er séra Jónas A. Sigurðsson gekk inn í það á ný og
gerðist prestur safnaðanna í Þingvallanýlendunni í Sask-
atchewan. Þrír prestar frá íslandi störfuðu einnig um
lengra eða skemmra skeið í þjónustu kirkjufélagsins á
þessu tímabili: séra Friðrik Friðriksson nær þrjú ár 1913-