Sameiningin - 01.06.1935, Side 53
101
um, er einnig gönuil i garði í kirkjufélaginu, |>ó eigi hafi hún
orðið jafn víðtæk hinni fyrnefndu.
Á kirkjuþinginu 1895 urðu allmiklar umræður um það,
að ineira þyrfti að sinna kristilegri æskulýðsstarfsemi heldur
en gert hefði verið, og hvatti þingið til þess, að innan safnað-
anna væri lagt kapp á, að koma á fót ungmennafélögum
(handalögum), sem sniðin væru el'tir hérlendum “Luther
Leagues”. Bar sú hvatning nokkurn árangur, því að innan
tveggja ára voru sex slík félög starfandi; eitt þeirra, Banda-
lag Fyrsta Iúterska safnaðar í Winnipeg, hafði þó stofnað
verið áður, í mars 1895. Komu nú fram raddir um það, að
bandalög kirkjufélagsins sameinuðust í eilt alsherjar banda-
lag, og var bandalagafundur haldinn í sambandi við kirkju-
þing 1898; sóttu hann 15 fulltrúar frá sjö safnaða-bandalög-
um. Varð jiað að ráði, að þessi ungmennalelög kirkjufél-
agsins mynduðu sameinað bandalag með sér, og hefir það
haldið ársþing sín í sambandi við kirkjuþingin.
Á striðsárunum (1914-1918) fór félögum þessum fækk-
andi og starfi þeirra hnignandi, og var ein aðalástæðan til
þess sú, að meginþorri ungra manna var komin í her lands
sins og á vígvöllinn. Á seinni árum hefir á ný lifnað til muna
yí'ir ungmennafélögunum, og sameiginlegir fundir verið
haldnir. Hafa félögin því, þegar litið er yfir sögu þeirra, þó
ekki hafi þau verið eða séu ýkjamörg, glætl trúarlegan og
kirkjulegan áhuga ungmenna og jafnframt beitt sér fyrir
ýmsum nytsemdarstörfum í söfnuðunum. Nokkurn skerf
munu félög þessi einnig hafa lagt til jiess, að auka áhuga
unglinganna fyrir íslenzku máli og íslenzkum erfðum, eink-
um framan af árum.
Það spáir góðu um framtíð ungmennafélaganna, að ekki
allfá hafa stofnuð verið á næstliðnum fimm árum, og starfa
með miklu fjöri; eru þau nú alls 16 innan kirkjufélagsins, en
félagar þeirra rúmir 700 talsins.
3. Heiðingjatrúboð
Ekki hefir kirkjufélagið þó algerlega látið sér nægja
kristnihald og kirkjulega starfsemi meðal eldri og yngri
kynslóðar íslendinga í Vesturheimi. Minnugt þess, að akur
kristinnar kirkju er heimur allur, hefir það tekið nokkurn
þátt í trúboði ineðal heiðingja, og hefir áhuginn fyrir því
mikla málefni, að því er félagið snertir, einkum farið vax-
andi á síðasta aldarfjórðung. Starfsemi í þá átt hól'st með
fjársöfnun i Bandalagi unga fólksins í Fyrsta lúterska söfn-