Sameiningin - 01.06.1935, Síða 54
102
uði í Winnipeg veturinn 1904, auðvitað í mjög smáum stíl.
Kom mál þetta því næst inn á kirkjuþing þá um sumarið,
og var sett í það milliþinganefnd til þess, að vekja áhuga al-
meiinings á því og “styðja að því, að söfnuðurnir verði
framvegis í þeirri starfsemi.” Hefir slík nefnd jafnan síðan
fjallað um málið. Sérstakar guðsþjónustur í söfnuðum
kirkjufélagsins hafa verið helgaðar kristniboði, og fé hefir
veiið safnað í trúboðssjóð með frjálsum framlögum.
Virka þátttöku í trúboði meðal heiðingja hóf kirkjufél-
agið fyrst með því, að kosta um nokkurra ára skeið (1908-
1910) tvo Hindúadrengi á kristniboðsskóla kirkjusambands-
ins “General Council” i Rajamundry á Indlandi. Á næstu
árum (1911-1915) var heiðingjatrúhoðs-starf félagsins í því
í'ólgið, að félagið galt úr sjóði sínum árslaun kventrúhoðans
ungfrú Sigrid Esbehrn fyrir starf hennar við trúboðsstöðvar
“General Counciis” á Indlandi.
En nú dró að því, að kirkjufélagið gæti sent út á trúboðs-
svæðið í hinum heiðna heimi þar til hæfan og vel mentað-
an mann úr sínum eigin hóp. Til þess starfs vígðist á
kirkjuþingi 1916 guðfræðiskandidat S. Octavius Thorlaksson,
sonur séra N. Steingríms Thorlákssonar, sem lokið hafði
námi við lúterska prestskólann í Chicago. Lögðu þau séra
Octavius og frú hans, sem einnig er af íslenzkum ættum, af
stað seint þá um sumarið til kristniboðs í Japan. Hefir hann
gegnt því starfi síðan, eða í nærfelt tuttugu ár, með kost-
gæfni og lipurð, enda hefir það góðan árangur borið, og hefir
þó á brattann verið að sækja eins og jafnan er í trúboðs-
starfinu. Nýtur hann því eigi að ófyrirsynju ágæts álits
yfirboðara sinna og samverkamanna. Frú Carolina hefir
verið manni sínum önnur hönd í erfiðu lífsstarfi hans.
Er séra Octavius fyrsti heiðingja-trúboði íslenzkur. Þó
hefir hann ekki nema að nokkru leyti verið í þjónustu kirkju-
félagsins; hann er starfsmaður kirkjusambandsins United
Lutheran Church, en kirkjutelagið hefir stutt starf hans með
árlegu fjárframlagi.
4. Tímarit og bókaútgáfa
Til eflingar kristilegri og þjóðernislegri starfsemi sinni
hefir kirkjufélagið gefið út ýms tímarit og allmargar bækur
á íslenzku, og er ]>að langt frá ómerkasti þátturinn í víðfermu
starfi þess.
Eitthvert mikilvægasta sporið, sem stígið var á fyrsta árs-