Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 58

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 58
10(5 orðum séra Björns B. Jónssonar, sem mjög hal'ði verið við það riðinn og því fylgt þróunarferli þess með gaumgæfni og samúð: “Þegar á öðru ársþingi kirkjufélagsins var hrundið af stokkum málinu um stofnun íslenzks skóla. Frumkvöðull þess fyrirtækis var séra Jón Bjarnason. Lagði hann þá fram fOO dollara gjöf frá sjálfum sér með þeim ummælum, að það skyldi vera vísir til sjóðs, er safnað skyldi til þess, að standa straum al' íslenzkri mentastofnun, sem kirkjuféhigið ætti. Tók félagið fé þetta til varðveizlu, og er fram liðu stundir, jók það sjóðinn meir og meir árlega. Á kirlcjuþingi 1890 var ákveðið að byrja þegar á næsta hausti kenslu í smáum stíl. Var hinn fyrirhugaði skóli miðaður við Academy-skóla hérlenda og búist við þriggja ára náinsslteiði. Skóli þessi átti að byrja undir umsjón forseta kirkjufélagsins, séra Jóns Bjárnasonar, og var búist við, að til bráðabirgðar fengist tímakensla að mestu ókeypis. Framkvæmd fyrirtækis þessa l'órst þó fyrir, aðallega fyrir þá sök, að séra Jón Bjarnason varð fyrir heilsubilun um haustið, svo hann jafnvel ekki gat lengst af tvö næstu árin gegnt prestsembætti sínu. Liðu svo tíu ár, að ekki varð af neinni verklegri framkvæmd. Þó var á þeim árum safnað allmiklu fé í skólasjóð, einkum haustið 1890, er séra Jónas A. Sigurðsson ferðaðist um bygð- irnar til að safna fé í þann sjóð. Á kirkjnþingi 1896 lcom fram tilboð l’rá bænum Crystal í N. Dak. um tillag, er næmi 2,000 dollurum, og 6 ekrur lands, ef skólinn yrði þar reistur. Á næsta þingi bauð bærinn Park Biver í N. Dak. 10 ekrur í jörð og 4,000 dollara til þess að skólinn yrði þar settur á stofn. Urðu skoðanir manna skiftar um það, hvar skólinn skyldi reistur. Ákveðið var þó á þingi 1898, að skólanum skyldi æthið heimili í Winnipeg, þó með því skilyrði, að íbúar Canada aðrir en íslendingar veittu skóhmum fjárstyrk ekki minni en 6,000 dollara og legðu lil ókeypis skólastæði. Því skilyrði var ekki fullnægt. Árið 19(10 breyltist stefna skólamálsins. Tilboð kom þá til þings frá Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn., skóla Ágústana-synodunnar sænsku, um að kirkjufélagið stofni íslenzkt lcennara-embætti við þann skóla og beini svo straumi íslenzkra námsmanna þangað. Þingið þá tilboðið og kaus séra Friðrik J. Bergmann til kennara. En er til kom, náðu samningar ekki fram að ganga. Á næsta þingi var sam- þykt með meirihluta atkvæða að koma upp íslenzku kennara- embætti við Wesley-skóla í Winnipeg, tilheyrandi kirkju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.