Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1935, Page 64

Sameiningin - 01.06.1935, Page 64
112 höfðu lifað sína yngri og fegurstu æfidaga, og jafnvel sumir verið orðnir háaldraðir. Það var þessvegna ekki óeðlilegt, að margt af þessu fólki yrði undir i baráttunni fyrir lífinu í framandi landi, þar sem erfiðleikar voru oft meiri en hvað þeir höfðu átt von á. Þess vegna voru það æði margir, sem upp á aðra voru komnir þegar ellin loks kom þeim á kné og þeir gátu ekki erfiðað lengur. Margt al' þessu fólki kunni ekki enslca tungu og fanst það þar af leiðandi næstunr óbæri- legt, að verða að leita sér skýlis á hérlendum stofnunum, ])ótt það hefði í sumum tilfellum verið hægt að gera það. Lika fanst mönnum það vera þjóðernisleg skylda, sem hvíldi á Vestur-íslendingum, að sjá þessum ellihrumu meðbræðrum sínum fyrir verustað og lífsviðurværi.” (Lögberg, 9. marz, 1933). En þó þörf slíks ellihælis væri snemma mörgum auðsæ, varð árum saman hið á verulegum íramkvæmdum í þessu mikla mannúðarmáli. Og þegar lil þeirra kom, voru það konurnar, sem gengu í broddi fylkingar, eins og oft hefir verið í sögu líknarmála. Kvenielag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg tók stofnun vestur-íslenzks elliheimilis upp á starfsskrá sína fyrir eitthvað þrjátíu árum, myndaði stofn- sjóð til þess fyrirtækis og hóf almenna fjársöfnun þvi til handa með opinberri áskorun (Smbr. “Hæli fyrir gamal- menni,” Sameiningin, apríl, 1907, bls. 48.). En innan kven- félagsins “mun frú Lára Bjarnason hafa átt mestan þátt í, að hafist var handa til virkilegra framkvæmda.” (Dr. Brand- son i nefndri ræðu). Enda ritar hún fyrst undir ofangreinda áskorun, ásamt þeim Mrs. Hansinu ólson og Mrs. Petrínn Thorláksson. El'tir að hafa haft málið með höndum í all- morg ár og safnað álitlegri fjárupphæð í þágu þess, fékk kvenfélagið kirkjufélaginu það i hendur árið 1913, ásamt sjóði þeim, sem safnast hafði, og fól því frekari framkvæmd- ir. Sjóðir og eignir fyrirtækisins námu þá $3,748. K'irkjuþingið 1913 samþykti greiðlega, að kirkjufélagið tæki að sér málið, og kaus fimm manna milliþinganefnd til þess, að halda vakandi áhuga almennings fyrir því og semja frumvarp til reglugerðar um fyrirkomulag hinnar fyrirhug- uðu stofnunar, og voru kosnir í þá nefnd þeir Friðjón Frið- riksson, séra Friðrik Hallgrimsson, Jón .1. Vopni, Árni Egg- ertsson og G. P. Thordarson; en Friðjón Friðriksson dó á ár- inu, og var dr. B. .1. Brandson skipaður í hans stað. Lagði nefndin fram skýrslu sína á næsta kirkjuþingi (1914) og var samþykt, að byrja að starfrækja elliheimili þá þegar um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.