Sameiningin - 01.06.1935, Page 64
112
höfðu lifað sína yngri og fegurstu æfidaga, og jafnvel sumir
verið orðnir háaldraðir. Það var þessvegna ekki óeðlilegt,
að margt af þessu fólki yrði undir i baráttunni fyrir lífinu í
framandi landi, þar sem erfiðleikar voru oft meiri en hvað
þeir höfðu átt von á. Þess vegna voru það æði margir, sem
upp á aðra voru komnir þegar ellin loks kom þeim á kné og
þeir gátu ekki erfiðað lengur. Margt al' þessu fólki kunni
ekki enslca tungu og fanst það þar af leiðandi næstunr óbæri-
legt, að verða að leita sér skýlis á hérlendum stofnunum, ])ótt
það hefði í sumum tilfellum verið hægt að gera það. Lika
fanst mönnum það vera þjóðernisleg skylda, sem hvíldi á
Vestur-íslendingum, að sjá þessum ellihrumu meðbræðrum
sínum fyrir verustað og lífsviðurværi.” (Lögberg, 9. marz,
1933).
En þó þörf slíks ellihælis væri snemma mörgum auðsæ,
varð árum saman hið á verulegum íramkvæmdum í þessu
mikla mannúðarmáli. Og þegar lil þeirra kom, voru það
konurnar, sem gengu í broddi fylkingar, eins og oft hefir
verið í sögu líknarmála. Kvenielag Fyrsta lúterska safnaðar
í Winnipeg tók stofnun vestur-íslenzks elliheimilis upp á
starfsskrá sína fyrir eitthvað þrjátíu árum, myndaði stofn-
sjóð til þess fyrirtækis og hóf almenna fjársöfnun þvi til
handa með opinberri áskorun (Smbr. “Hæli fyrir gamal-
menni,” Sameiningin, apríl, 1907, bls. 48.). En innan kven-
félagsins “mun frú Lára Bjarnason hafa átt mestan þátt í,
að hafist var handa til virkilegra framkvæmda.” (Dr. Brand-
son i nefndri ræðu). Enda ritar hún fyrst undir ofangreinda
áskorun, ásamt þeim Mrs. Hansinu ólson og Mrs. Petrínn
Thorláksson. El'tir að hafa haft málið með höndum í all-
morg ár og safnað álitlegri fjárupphæð í þágu þess, fékk
kvenfélagið kirkjufélaginu það i hendur árið 1913, ásamt
sjóði þeim, sem safnast hafði, og fól því frekari framkvæmd-
ir. Sjóðir og eignir fyrirtækisins námu þá $3,748.
K'irkjuþingið 1913 samþykti greiðlega, að kirkjufélagið
tæki að sér málið, og kaus fimm manna milliþinganefnd til
þess, að halda vakandi áhuga almennings fyrir því og semja
frumvarp til reglugerðar um fyrirkomulag hinnar fyrirhug-
uðu stofnunar, og voru kosnir í þá nefnd þeir Friðjón Frið-
riksson, séra Friðrik Hallgrimsson, Jón .1. Vopni, Árni Egg-
ertsson og G. P. Thordarson; en Friðjón Friðriksson dó á ár-
inu, og var dr. B. .1. Brandson skipaður í hans stað. Lagði
nefndin fram skýrslu sína á næsta kirkjuþingi (1914) og var
samþykt, að byrja að starfrækja elliheimili þá þegar um