Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 74
122
lenzkra leikmanna, sem hæzt hafa borið merki íslenzks mann-
dóms og andlegs atgjörvis. En fyrst eigi eru tök á, að nefna
alla þá, sem hér eiga hlut að máli, skal engum gert rangt til
með vali al' handahófi.
Víðar en í þing- og nefndastörfum kirkjufélagsins hafa
leikmenn þess þó látið til sín taka. Þeir hafa, eins og fram-
anskráðar lýsingar vitna um, verið forgöngumenn í starf-
rækslu höfuðstofriana félagsins, Jóns Bjarnasonar skóla og
ellihælisins “Betel”. Að sama skapi hafa þeir átt hlutdeild
í tímarita-útgáfum kirkjufélagsins, og sumir þeirra þegar
verið nefndir i sambandi við þær. Að vísu hafa þeir eigi
verið við ritstjórn riðnir, nema j)á óbeinlínis; en sem ráðs-
menn tímarita félagsins hafa þeir annast urn útbreiðslu
þeirra, fjárhagslegu hliðina, og skiftir það eigi litlu máli,
að vel sé um þá hnúta búið. Starfi þeirra í þarfir Samein-
ingarinnar fyrsta aldarfjórðung hennar Jýsir séra Björn B.
Jónsson á þessa leið:
“Fram að ársþingi kirkjufélagsins 1905 hafði útgáfa
“Sam.” verið í höndum útgáfunefndar, er kosin var árlega
á þingi. Höfðu ýmsir fyrir hönd nefndarinnar ráðsmensk-
una á hendi. Lögðu þeir menn rnikla vinnu á sig fyrir blnð-
ið, ot'tast fyrir als enga borgun. Má þar til nefna bræðurna
Magnús og Wilhelm Paulson, Pál S. Bardal, Sigurð J. Jóhan-
nesson, Jón A. Blöndal og ólaf S. J'horgeirsson. Á þinginu
1905 var hætt við nefndar-fyrirkonndagið en kosinn sérstakur
ráðsmaður með ofurlitlum árslaunum, er annast að öllu
Ieyti útgáfu blaðsins. Hr. Jón J. Vopni í Winnipeg var
ráðinn í þá stöðu, og hefir hann síðan annast blaðið af
miklum dugnaði.” (Sameiningin, jubilnúmer, marz, 1911).
Hélt J. J. Vopni því starfi áfram til 1920, en því næst var það
um mörg ár (1920-1932) í höndum herra Finns Johnson og
síðan hann sagði því af sér hefir Mrs. Flora Benson annast
það; hafa þau fetað vel í spor fyrirrennara sinna í þeirri
stöðu. J. J. Vopni var einnig ráðsmaður Áramóta ineðan
þau koinu út.
Eru þá ótahlir þeir leikmenn, sein skipað hafa embætti
í kirkjufélaginu, en þeir eru þessir: Vara-forseti: Magnús
Paulson; skrifarar: Friðjón Friðriksson og Jakob Líndal;
vara-skrifarar: Stefán Guðmundsson (Stephan G. Stephans-
son), Friðjón Friðriksson, G. Stefán Sigurðsson og Jóhannes
H. Frost; féhirðar: Árni Friðriksson, Jón A. Blöndal, Elis
Thorwaldson, J. J. Vopni, Finnur Johnson og O. S. Bjerring;
vara-féhirðar: Sigurður Mýrdal, Jón Jónsson (frá Pembina),