Sameiningin - 01.06.1935, Síða 81
129
agi voru sé verið að sýna alvarlega viðleitni á að efla
kristilegt líf og starf. Það hefir áunnið því þær vinsældir,
sem það hefir hlotið, og er félagsskaparins mesti sómi. Það
hefir dregið úr áhrifum margra ósanngjarnra dóma, og kent
mönnum að líta fremur á meginatriði en smá misfellur. Það
hel'ir dregið úr tilraunum að rífa niður án þess að hyggja upp
í staðinn. Félag vort hefir staðið og starfað fram á þennan
dag fyrir þá tiltrú, sem það hefir vakið sem boðberi kristin-
dóms, og því betur sem því tekst að styrkja þá tiltrú og verð-
skuhla hana með framkomu sinni og starfi, því betur er
framtíð þess borgið.”
(Aðalheimildir mínar hafa eðlilega verið Gjörðabæknr
kirkjuþinga kirkjufélagsins, Sameiningin og Minningarrit
aldarfjórðungs-afmælis kirkjufélagsins; góðan stuðning hefi
eg einnig haft af Almanaki ó. S. Thorgeirssonar og Breiða-
blikum; aðrar heimildir hafa verið nefndar þegar vitnað hefir
verið í þær. Séra Rúnólfur Marteinsson, séra Björn B.
Jónsson, séra Kristinn K. ólafsson, séra N. S. Thorláksson,
séra Hans. B. Thorgrimsen og Prófessor Halldór Hermanns-
son hafa gefið mér góðar bendingar, einkum tveir hinir fyrst-
nefndu. Mrs. Flora Benson, hr. S. O. Bjerring og hr. ó. S.
Thorgeirsson hafa aðstoðað mig með útvegun heimilda og
hjálparrita.).