Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 4
Q8
Því er stundum lialdiÖ fram, að sannfæringar-kraft-
ur kirkjunnar sé þrotinn, og boðskapur liennar fuli-
nægi ekki lengur þeim, sem með brennandi áhuga leita að
fullvissunni um eilíft líf. Kirkjunni er ámælt fyrir það,
að hún ekki taki í sína þjónustu nýlegar staðreyndir um
framhald lífsins.
Rétt er það athugað, að ekkert mannlegt má vera
kirkjunni óviðkomandi. Kirkjan má ekki lítilsvirða ó-
dauðleika-drauma nokkurs manns. Hver eilífðar-þrá er
heilög hverjum góðum kirkjumanni. Hver hönd, er
bendir til himins, er bróðurhönd. Kirkjunni ber að
virða og elska alla “himinfúsa ljóssins vini”. G-ætilega
ber henni að athuga hverja rannsókn og þakksamlega
taka við hverri sönnun, sem fæst fyrir framiialdi lífsins
eftir dauðann.
En lifandi kirkja hverfur aldrei frá hinni einu upp-
sprettu eilífs lífs, sem er Jesús Kristur. Hún veit sem
Pétur, að hann einn hefir orð eilífs 'lífs. Sé boðskapur
hennar einhvers staðar lágróma og lasburða, þá er það
af því, að í boðskapinn vantar eld og anda Jesú Ivrists.
Hverfi Jesús eitt augnablik úr eilífðar-von mannsins,
er vonin dauð. Það skal enginn einlægur maður áræða
að segja það um sig, eftir að liafa samvizkusamlega at-
hugað eilífðar-von sína, að hann hafi slept Jesú, en hald-
ið þó voninni óskertri. Það skal og sanasit, að hver sá,
sem hefir lifandi trú á Jesú Krist, hefir lifandi vissu
eilífs lífs með sjálfum sér.
Kraftur kirkjunnar er1 Jesús Kristur.
Eilífðar-boðskap kirkjunnar skortir ekki kraft, ef
Jesús Kristur er þungamiðja boðskaparins.
Svo hefir það verið frá upphafi vega.
Postularnir fóru út í heiminn og boðuðu það, að
Jesús væri. risinn upp frá dauðum. Á þeim eina grund-
velli er kirkjan bygð. Hann er upprisinn og lifandi,
sögðu þeir, og færðu fyrir því órækar sannanir. Allir
kristnir menn (því að eins eru þeirikristnir) liafa í sál-
um sínum fengið sannanir fyrir því, að Jesús er lif-
andi; þeir hafa séð hann og þreifað á lionum í bænum
sínurn og notið leiðsagnar han.s og aðstoðar á lífsleið-