Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 12
io6 HarmdauSa varS sá mæti maÖur öllum okkur, sem verið höföum í skóla hjá honum og unnum honum. HvaÖ eftir annað sótti hann okkur heim, íslendinga. Um haustiS 1893 kom hann kynnisför til Winnipeg, og prédikaði þá í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar. Var hann þá prestur í Fargo, N. Dak. Kyntist eg honum þá fyrst og urðum við samferða suð- ur í Bandaríki. Var eg þá nývígður prestur. Seinna kyntist >eg honum betur, er eg tvívegis var við nám í skólanum þar sem hann kendi. Eftir það lágu leiðif okkar saman þrásinnis, og á eg honum mikiS aö þakka. Dr. Gerberding var einn hinna virSulegu gesta, er sátu júbil- þing kirkjufélags vors 1910. Kirkjufélag vort sótti hann aftur heim á þingi að Mountain 1913. Margir prestar kirkjufélagsins hafa verið lærisveinar hans. Báru þeir allir virðingu fyrir honum og unnu honum mikið ; enda var maðurinn merkur og elskuverður. Dr. Gerberding var fæddur í Pittsburgh, Pa., 21. ág. 1847. Var því á áttatugasta árinu, er hann lézt. Sóknarprestur hans í æsku og fermingarfaðir var mikilmennið dr. W. A. Passavant. Var Gerberding í alla staði lærisveinn þess ágætasta manns lút- erskrar kirkju í Vesturheimi á síðasta mannsaldri, og í mörgum greinum eftirmaður hans'. Gerberding gekk í Thiel- og Muhlen- berg skóla og las guðfræöi viS Mt. Airy skólann í Philadelphia. PrestvígSur var hann 1876, og varS þá aðstoðar-prestur dr. Passavants. Söfnuðum þjónaði hann síðar í Pennsylvania, Ohio og N. Dakota, þar til að hann árið 1894 var gerður prófessor í kennimannlegri guðfræði við prestaskólann lúter.ska í Chicago Geendi hann þvi embætti í 26 ár. Árið 1920 varð hann kennari. við Northwestern Theological Seminary, sem nú er í Minneapolis', og hélt hann þeirri stöðu þar til í maí árið sem leiÖ. Hafði hann þá verið prestur í fimtíu ár og guðfræða-kennari í þrjátíu og tvö ár. Er hann lét af embætti var honum mikill sómi sýndur af kirkju þeirri, sem hann syo lengi og vel hafði þjónað. Dr. Gerberding var einn þeirra manna, sem stofnuöu kirkju- félagið Synod of The North West og var fyrsti forseti þess. Sama embætti gegndi hann og um eitt skeið í Chicago Synod. Auk þess sem dr. Gerberding var prestur og prófessor, var hann með afkastamestu og merkustu rithöfundum kirkju vorrar í Vsturheimi. Yrði hér oflangt mál, enda óþarft, að telja þær bæk- ur, er hann hefir ritað. Sumir íslendigar kannast við bókina “The Way of Salvation in the Lutheran Church.” Er það alþýð- leg trúfræði eftir lúterski kenningu. Hefir bókin verið prentuð mörgum sinnum og er afarvinsæl af alþýðu. Æfisögu Passavants eftir Gerberding eiga og fáeinir íslendingar og Endurminningar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.