Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1927, Side 25

Sameiningin - 01.04.1927, Side 25
IIQ Á víð og dreif. Fyrir ári síÖan sagÖi dr. Henry Eyster Jaoöbs af sér sem for- maÖur lúterska prestaskólans í Mount Airy, sem nú er einn hluti af borginni Philadelphia, vegna hárrar elli. Dr. Jacobs er á ní- ræÖis aldri, (í. 1844.). Haföi hann verið kennari við skólann síðan 1883, en síðan 1895 formaður skólans. ('Var nefndur “Dean” frá 1895—1920, en síðan “President”J. Dr. Jacobs hefir verið talinn af mörgum helsti guðfræðingur lútersku kirkjunnar . í Ameríku, og hefir fengið viðurkenningu ekki einungis innan sinnar eigin kirkjudeildar, heldur meðal annara kirkjudeilda og i .Norðurálfunni. Hann hefir ritað fjölda af bókum um guð- fræðileg og kirkjusöguleg efni, sem getið hafa honum orðstýr meðal mentamanna. Sem forstöðumaður prestaskólans naut hann mikilla vinsælda, og hafa áhrif hans í þeirri stöðu verið feikna mikil. Minnist eg þess að heyra séra Friðrik heit. Bergmann geta þess hve honum fanst mikið til um dr Jacobs sem kennara. Mun það hafa verið veturinn 1885—86, að séra FriSrik las guðfræði við prestaskólann í Philadelphia, og hefir það verið þriðji vetur dr. Jacobs við skólann. Fór líka álit hans sívaxandi sem kennara og guðfræðings, og nýtur hann nú í hárri elli ástar og virðingar kirkju sinnar hinnar lútersku. Margir munu minnast þess, er dr. Jacobs heimsótti jábilí-þing kirkjufélags vors 1910, sem erindreki “General Council.” Nú hefir sonur hans dr. Charles Michael Jacobs verið kosinn eftirmaður föður síns sem formaður presta- skólans, og verður settur inn í embætti þann 22. apríl næstkom- andi. á'eröur það mjög virðuleg athöfn, og hefir kirkjufélagi voru verið boðið að senda erindreka, er komi fram við athöfnina fyrir þess hönd. Yngri dr. Jacobs hefir verið kennari í kirkju- sögu og kirkjustjórn við prestaskólann, sem hann nú á að veita forstöSu, síðan 1913. Hefir hann þegar getið sér hinn bezta orðstýr bæði s'em kennari og rithöfundur. Má því vænta þess, að hann skipi með sóma stöðu þá, er hann nú á að taka við. í Juneau í Alaska er ensk-lúterskur söfnuður, er nefnist “Resur- rection Lutheran Church.” Telur hann sig norðlægasta ensk-lút- erska söfnúð í heimi. Á sá söfnuður mikinn þátt í ]iví atS farið er að koma út lúterskt kirkjublað í Alaska, er nefnist “Alaská Lutheran Messenger”. Séra P. E. Baisler, er um eitt skeið þjón- aði í Winnipeg, hefir verið aðal-driffjöðrin í því að koma þessari útgáfu til leiðar. Starfar hann sem “Field Missionary” á þeim slóðum.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.