Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1927, Page 26

Sameiningin - 01.04.1927, Page 26
120 Þaö þótti mikiö afreksverk, þegar ung stúlka frá New York borg, Gertrude Ederle, synti yfir breska sundiÖ, í haust er leiS. Ungfrú Ederle er af dönskum ættum, en er uppalin í New York borg. En engu síður er þaö ánægjulegt að vita, að hún i öðru til- liti er fyrirmyndar s'túlka. Hún er uppalin og fermd i ‘‘Grace Lutheran Church” í New York, og ber prestur safnaðarins, J. A. Weyl, henni þann vitnisburð, að hún sé kristileg fyrirmynd ung- menna. Hún ræki frábærlega vel guðsþjónustur kirkju sinnar, og sé í öllu tillití dygðug og góð stúlka. Hún kvað vera jafn alþýð- leg síðan hún gat sér frægð og áður. E. D. Euler, sem er tollmálaráðherra í núverandi sambands- stjórn Canada, er áhugamikill og starfandi meðlimur lútersku kirkjunnar. Hann tilheyrir St. Matthews kirkjunni í Kitchener, Ont. Mun hann vera fyrsti meðlimur lútersku kirkjunnar, s'em skipar ráðherrasess í sambandsstjórn Canada. Hefir hann átt sæti á sambandsþinginu síðán 1917. , Biskup nokkur frá Bandaríkjunum, Winchester að nafni, fór í sumarfrii sínu í fyrra til íslands. Séð hefi eg ummæli eftir hon- um um Island og Islendinga, sem eru i hæsta máta lofsamleg: Telur hann íslendinga vel mentaða og trúhneigða, en bætir við þeirri meinloku að telja biskupinn í Reykjavík og “prestinn” til- heyrandi dönsk-svensku lútersku kirkjunni. Hebron lúterski söfnuðurinn í Madison County, Virginia, tel- ur sér elstu lútersku kirkjuna í Ameríku. Kirkjan var bygð 1740, en seinna flutt til. Altarisgöngu áhöldin komu frá Frakklandi 1739. Orgelið, sem notað er í kirkjunni, er 180 ára gamalt. K. K. Ó. Fundinn meistarinn, Ljóðið gullfagra, sem fer hér á eftir, lásum vér í ensku tímariti og birtum það hér í þeirri trú, að margir hafi yndi af því, þó á ensku máli sé, og í von um, að einhver kunni að þýða það á íslenzku.—Rítstj. I MET THE MASTER. I had walked life’s way with an easy tread, And followed where comforts and .pleasures led,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.