Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 4
!94 Fimtuclagskvöldið þann 23. júní flutti séra Jónas A. Sigurðs- son snjallan fyrirlestur, er hann nefndi “Kristindómur vs. heiðin- dómur.” Þarf það erindi að vera lesið til þess að menn hafi þess full not. Birtist þaÖ í þessu tölublaði “Sam.” —• Næsta kvöld voru flutt tvö erindi. Séra N. S. Thorlaksson lagði út 'af spurningunni, “Hvað virðist yður um Krist?” Þó erindið sé að nokkru leyti ádeila, sem snertir hinn kirkjulega ágreining hér á vesturslóðum, er auðsætt að það er málefni en ekki menn, sem er efst í huga fyrirlesarans. Með alvöru og sannfæringarkrafti vill hann gera grein fyrir þeim mismun á afstöðu til Krists, sem kem- ur fram í únítara stefnunni og stefnu lúterskrar kristni, sem er söguleg stefna allra megin-deilda kristninnar. — Þessi fyrirlest- ur verður birtur í ágúst tölublaði “Sam.” ■—• Cand. theol. Kolbeinn Sæmundsson flutti síðara erindið þetta kvöld, og nefndi það “Samverkamenn Guðs.” Erindið var hugðnæmt, og kemur fyrir almennings sjónir á sínum tíma. — Á laugardagskvöldið var trú- málafundur þingsins. Umræðuefnið var: “Bænarlífið og efling þess.” Séra Carl J. Olson var málshefjandi. Lagði hann málið fyrir með vönduðu erindi, fluttu af brennandi sannfæringarkrafti. Mun það allra mál að fundurinn hafi verið hinn uppbyggilegasti. Séra Carl flutti mál sitt blaðalaust, en æskilegt hefði verið, að það mætti “á þrykk út ganga.” Hádegis guðsþjónusta var á sunnudaginn á ensku. eins og venja er til í söfnuðinum. Séra Haraldur Sigmar flutti þá prédik- un. Er hann ágætlega máli farinn á ensku, og flutti látlausa en uppbyggilega prédikun. Heyrði eg marga minnast á hve fagurt þeim þótti guösþjónustuformið, sem notað var. Er það “Common Service” lútersku kirkjunnar enskumælandi i Ameríku, og er notuð að staðaldri við enskar guðsþjónustur í Fyrsta lút. söfnuði. Á venjulegum sunnudagaskólatíma var aftur komið saman í kirkjunni. Cand. theol. Kolbeinn Sæmundsson ávarpaði skólann og gesti þá hina mörgu, er við voru. — Svo var heimboð fyrir kirkjuþingsgesti í Jóns Bjarnasonar skóla, og stóðu fyrir því þau séra Rúnólfur Marteinsson og kona hans og ungfrú Salóme Hall- dórsson. Stóð það yfir frá kl. 3—5. Var það mjög ánægjuleg stuncl. Við kvöldþjónustuna var vígður til prests cand. theol. Kol- beinn Sæmundsson, sem tekið hefir köllun frá Hallgríms söfnuði í Seattle. Forseti flutti prédikun úr Filippíbr. 4:13, og fram- kvæmdi vígsluna með aðstoð hinna prestanna. Séra Sigurður Ólafsson lýsti vígslunni og las æfiágrip vígsluþega. Átti ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.