Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1927, Side 10

Sameiningin - 01.07.1927, Side 10
200 æði sterk vor á meðal, að ris'ta breiÖan þveng af annars skæÖi.—• Um oss hefir verið sagt, að það “þótti um hríÖ yfirburÖa ein- kenni,—að sýna fyrirlitning öllum helgum véum.” Og: “ófyrir- leitnir lýðforingar blésu sleitulaust að þeim kolum.” ('Bls. 139 Sam. maí 1911). — Brennu frásögn Gunnars komst í móð — Skarphéðinn grét, eða Þór skoraði Krist á hólm, og hann þorði eigi að berjast.— Þes'si bardaga-aðferð, þessi ófriðar-óáran hefir dunið yfir oss aftur og aftur,—líkt og hallæri yfir heimaþjóðina á liðnum öldum. Allskyns deilur hafa jafnan brunnið við í lífi fslendinga. Og sjálf- ir eru þessir víkingar andlegra mála, er mest víðfrægja miskunn- arskort Ólafs Tryggvasonar og víg Þang-Brands, fremur læri- sveinar Þang-Brands en Krists. Mönnum verður stundum starsýnt á sverðið,—þegar það er ekki í eigin hendi. Við það ber að kannast, að sjálfur er eg alinn á byltingaöld. Eg Ias bardagasögur. Auk þess fóru i æsku minni rnestar frægð- arsögur af andlegum víking, fræknum manni af Gyöinga kyni, er sagt var um, að hann opnaði aldrei munninn, nema til að gera árás á kristindóminn. Gegn honum varði stórveldið í þjóðlífi Norðmanna, Björnstjerne Björnson, lengi og vel trú sína, en fór þó um síðir halloka. Brandes hjó víða strandhögg, og íslending- ar fóru ékki varhluta af því tjóni. Var sízt að furða, að þar féll í valinn margur góður drengur. Trúartjóninu var samferða margvíslegt annað tap, í hugsun, bókmentum og þjóðlífi öllu. Þessi nýja stefna réði víða ríki í sálunum er eg var á vaxtarskeiði. Innan við tvítugsaldur nam eg óð hins glæsilegasta æskumanns meðal íslendinga í þá daga. Eg á við kvæði Hannesar Hafstein, Sannleikurinn og kirkjan. Skáldið lét sannleikann og kirkjuna eiga í höggi. Vitanlega lyktaði þeirri baráttu með fullum ósigri kirkjunnar. Niðurlag ljóðs' þess var: “Að kirkjan, kirkjan hún brennur.” Þessi slagorð skáldsins bergmáluðu í orðum og af- stöðu æskumanna. Orð Krists: Eg er sannleikurinn, og til þess kom eg í heiminn, aö bera sannleikanum vitni, urðu að daufum undirtón. Ný brennusaga var sögð eða sungin. Sízt er það furða þótt æskunni yrði einatt áfátt, svipað ís- lenzlca prófessornum, er lagði orð Pílatusar: Hvað er sannleik- ur? Kristi í munn. Þau hausavíxl urðu tíð, og reyndust oss til muna hættulegri en glundroði Bakkabræðra, er samkvæmt þjóð- sögunni ekki þektu eigin fætur, er þeir tóku fótlaugar.—• Ranglátt væri þó að geta þess ekki hér, að Hannes Iíafstein lagfærði í síðari útgáfu ljóðmæla sinna þetta kvæðis niðurlag.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.