Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 13

Sameiningin - 01.07.1927, Page 13
203 tröð á þjóðina. Og íslendingar hafa síðan sopið seyðið af því. Saga íslendinga ber þetta með sér. Þegar þeir urðu viðskila við s'inn norræna átrúnað áttu þeir lengi ekkert, sem í hans stað kom og hafa ef til vill aldrei beðið þess bætur. Beztu menn þjóðar- innar heima hafa nýlega vakið eftirtekt á þessu. Orð þeirra eru þung á metum þó í áminstum fyrirlestri sé það kallað goðgeir að tala um trúmál frá sannsögulegu sjónarmiði.” þHkr. 29. ág. 1923/ Eg vona að menn hafi athugað orðalagið, andann, staðhæf- ingarnar og hina heiðnu skoðun, er hér birtist. Eg hefi getið þessa hér, til að sýna, hve örðugt er að eiga orðastað um kristin- dómsmálin við suma nútíðar fslendinga, og hve þeir gera kristin- dóminum hátt undir höfði. Þungamiðan í þessum staðhæfingum, er fáar kristnar þjóð- ir munu neyddar til að hlusta á nema vér fslendingar, á víst að vera sú kenning, að saga íslendinga sanni, að þeir hafi aldrei beð- ið þess bætur, að þeim var boðaður kristindómur í stað heiðin- dóms; að kristindómurinn sé suðrænn gufu-hugsunarháttur, er drap allan dug þjóðarinnar og reyndist henni martröð ; en heiðinn átrúnaður íslendinga hafi verið norrænn, og frá honum stafi þrek og menning þjóðar vorrar, og beztu menn heimaþjóðarinnar hafi nýlega vakið athygli á þessu. — Þessi stóridómur 20. aldarinnar verður hér að nokkuru athugaður. Ekki er þó unt að ræða slíkt stórmál til hlítar í einu erindi. Og við það skal þegar kannast, að aðrir hafi sama rétt til þess að vera heiðnir, sem vér að vera kristnir. En afkomendur Steinunnar ættu þá að kannast við sinn heiðindóm. Drengilegir heiðingjar lýstu vígum á hendur sér. Og samkvæmt þessari lýsing á kosturn heiðindómsins eru engir úrkynjaðir ættlerar þar innan virkis. En úr því að hér er vísað til sögunnar og trúmál vor eiga að ræðast frá “sannsögulegu sjónarmiði,” tel eg mig náunga mínum jafn réttháan til að rifja upp ýms atriði sagna vorra er snerta þetta efni. Mér er, hvort sem er, meinilla við öfugan sögulestur á fræðum vor íslendinga. En eg ítreka, að það er engan veginn efi mannshjartans, er spyr og leitar, setu þráir aukna trú, meira ljós andlegan þroska, aukið umburðarlyndi og einkum fullvissu í eilífðarmálunum, sem eg amast hér við. En það er neitunin, sem er ánægð með myrkr- ið, heiðin uppreist, er í raun réttri hatar kristindóminn, ósvtfið guðlast, er ekki þyrmir því allra helgasta, orðagjálfrið, um frjáls- lyndi, vísindi, sannsöguleg sjónarmið og niðurstöður þekkingarinn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.