Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1927, Side 15

Sameiningin - 01.07.1927, Side 15
205 Finnur Jónsson um þá skoÖun Bugges í bókmentasögu sinni hinni meiri. Kenningin um Ragnarök, loka sigur hins góÖa og góðra manna, og átrúnaÖur Norðurlanda á ósýnilegan guð, Óðni æÖri, bendir mjög í átt kristindómsins. En áreiðanlega er hvorttveggja trúin austræn að uppruna. Fara þá fremur að skekkjast undir- stööur hinna heiðinglegu orÖa eÖa andmæla er nefnd voru hér að framan. Ýms ummæli Ara fróða, er telur sig meöal afkomenda ÓÖins, mætti einnig tilfæra þessu til sönnunar. í Vatnshyrnu s'egir svo frá um skyldleika norrænna og latn- eskra goðahugmynda.: “Þórr eða Júpíter var æðstur ok mest göfgaðr. — í gömlum eiðstaf nefndust þessir þrír: Freyr, Njörðr ok Áss, sem vér hyggjum þá meina með Óðinn, af því hann var æðsti höfðingi hingat i Norðrlönd kominn ór Asta.” Hæpið má vist telja það, að hagnýta þjóðernistilfinningu fs- lendinga og þessi norrænu fræði til a8 amast á þeim grundvelli við kristinni trú, sem suðrænum gufu-hugsunarhætti Og martröð á þjóð vorri. En vafalítið hefir þeirn, er þenna boðskap flutti, fundist í orðum fornsögunnar: “Furðu sterkr lás er hér fyrir tómu húsi.” En það gegnir furðu, að glöggir nútíðarmenn, og þeir fslend- ingar, skuli byggja á jafn völtum grundvelli þann boðskap, að öll mein og hnignun í lífi íslendinga, stafi frá því, að þeim var boðuS kristin trú og að þeir urðu viðskila við hina þjóðlegu goðatrú, er nú hefir sýnt verið, að var austræn, engu síður en kristindóm- urinn. Þó gegnir það meiri furðu, að það bíður 20. aldarinnar að kalla, að leitast er við að leiða aftur til öndvegis sið, er kom- inn var í kaldakol á Norðurlöndum á landnámstíð ísíands. Skal hér gerð örstutt grein fyrir því, að svo var í raun og veru. f hinu mikla kvæði Gríms Thomsens, um Hákon jarl og blót- rnann, segir skáldið: “Óðum fyrnist Ásatrúin, orðnar fórnir manna naumar; Hákon einn með afli styður Yggdrasil, þótt skjálfi viður.” Merkilegri eru þó ummæli Snorra Sturlusonar í Ólafs sögu Tryggvasonar, 56 kap.: “Hákon hafði marga hluti til þess at vera höfðingi, fyrst kynkvísl stóra; þar með speki ok kænleik at fara með ríkidóminn, röskleik í orrustum, ok þar með hamingj- una.------Manna örvastr var Hákon jarl, en hina rnestu óham- ingju bar slíkr höfðingi til dánardægrs síns. Bn pat bar mest til, er svá varð at þá var sú tíð komin, at fyrirdæmast skyldi blótskapr- inn ok blótmennirnir, en í stað koma heilög trúa og réttir siðir.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.