Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 19

Sameiningin - 01.07.1927, Page 19
209 bo’Öanna íslenzku var af kristnum kynstofni, víöförull og vaskur maður, er kendi konungum um hætti annara höföingja út um heim. Ekki gerði kristin' trú Noregs konunga duglausa menn. Ekki brast Jón Ögmundsson, prestinn íslenzka, einurð né orðgnótt við Magnús konung berfætta. Og um íslenzkan biskup, Gizur, sagði Haraldur Sigurðsson, að í honum væri nóg efni í þrjá þjóðhöfðingja: víkinga höfðingja, konung og biskup. Dæmin eru óteljandi. Eg er hræddur um að menn skilji það ekki alment, að flestar hetjur og leiðtogar íslendinga hafa verið kristnir menn. 1 því sambandi vil eg gera þessa athugan : Ef til vill hefir Steinunn flutt Þang-Brandi svipaða kenning um kveifarskap kristinna manna, sem eg hefi hér átt við. Er þá ekki sennilegt, að Þang-Brandur hafi beitt vígfimi sinni sem á- þreifanlegri sönnun þess, að kristnir menn væri eins vopndjarfir sem hinir fornu Æsir? — Að því leyti yrði ábyrgðin fyrir víg og róstur þá, heiðninnar megin, eins og það er engum vafa bundið, að skyldar stefnur hafa einatt síðan neytt kirkjuna og kristna menn inn í þrætur og andlegar ógöngur. Vafalaust fýsir ýmsa að heyra dæmi þess, hvað hinar merku og stórfrægu fornsögur vorar segja um hinn mikla atburð í lífi þjóðarinnar, kristnitökuna, einkum þegar hún er talin slík hnign- unar uppspretta, og það vor á meðal. —Orðum sagnanna lýtur að jafnaði íslenzk fræðimenska. —■ Auk þess er þekkingin víst nokk- urn veginn samdóma um það, að höfundar hinna heldri íslenzku fornsagna sýni dæmalausa eða dæmafáa óhlutdrægni og dóm- greind í frásögunum. — “Heiðarvíga saga hefir verið talin ein af hinum merkustu ís- lendingasögum,’’ segir V. Ásmundarson í formála útgáfunnar frá 1899. Um siðaskiftin segir Heiðarvíga saga: “í þann tíma gerðust þau góð tíðendi á landi hér, at forn trúa var niður lögð, en réttir siðir upp teknir.”— Saga Gunnlaugs ormstungu leggur einna greinilegastan dóm á siðaskiftin. Igm þá sögu segir V. Ásmundarson: “Gunnlaugs saga hefir ávaff verið talin ein af hinum merkustu íslendinga- sögum. Hún kemur víða saman við aðrar sögur, og er engin á- stæða til að rengja hana í neinu.” Hin elztu handrit sögunnar segja, að Ari fróði Þorgilsson hafi samið hana. En Ari sá er fyrstur og efstur á blaði allra ís- lenzkra rithöfunda í öllum skilningi.'—■ Um kristnitökuna segir þessi saga:

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.