Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Síða 21

Sameiningin - 01.07.1927, Síða 21
211 Thoroddsen var, esg þann dóm hans um þá presta, er, mannlega talað, settu mynd sína á íslenzka kirkju, þangað til vantrúin yngsta komst að einhverju leyti til valda hjá þjóð vorri. Dr. Þorvaldur ritar í riti sínu um Landskjálfta á Islandi fbls. 199) : “Eg hefi reynt það svo oft og margir aðrir fræðimenn á und- an mér, að það er sjaldan árangurslaust að leita til íslenzkra presta, þegar upplýsingar þarf um land og þjóð á íslandi. Prestar á ís- landi hafa ennþá yfirleitt, eftir minni reynslu, miklu meiri áhuga á fróðleik og vísindum en við mætti búast, eftir hinum örðugu kringumstæðum flestra þeirra. Áhugi þessi hefir haldist alla leið framan úr fornöld; hver, sem þekkir bókmentir vorar, veit hve mikil áhrif prestar jafnan hafa haft á mentalíf íslendinga. Eg hefi á ferðum mínum komið í allar sóknir á fslandi og á flest prestaheimili og er það skoðun mín, að ekkert land, sem eg þekki, hafi jafn frjálslynda og þjóðlega prestastétt, eins og ísland.” Og það er þýðingarlaust að flækja það í orðagjálfri, að þess- ir prestar, er Þorvaldur Thoroddsen talar um og heimsótti, voru lærisveinar Krists, lærðu á bókina, er Ruskin nefndi Guð bóikanna, höfðu numiö af Lúter, Vídalín og Hallgrími. Og það voru þeir, er mótuðu kristindómsstefnu hinna eldri vestur-íslenzku kirkju- manna. Því þótt vér höfum hafið að baki og höfum skift um heimahaga og himinhvolf, er hjartalag og hugarstefna óbreytt.— En þegar Þorvaldur Thoroddsen gefur íslenzkri prestastétt og starfi þeirra þenna glæsilega vitnisburð, rignir úr annari átt yfir kennimenn og kirkju flóð af fullyrðingum um ófrjálslyndi og andlega forneskju. Alt er gamaldags, fúin virki, nema alda-gaml- ar vantrúar stefnur: þær eru sí-ungar og ný fræði. En ekki er nú heldur samkvæmnin ávalt fyrirmynd. Tæplega er heiðindómur- inn boðinn velkominn fyrir æsku sína, borinn saman við kristin- dóminn. Eddur vorar og fornsagnir eru dýrgripir að verðugu. En ekki er Hallgrímur Pétursson eldri en Edduskáldin og áreið- anlega er hann íslenzkur. Jón Vídalín er ekki eldri en Snorri. — Aftur er heimsstríðið ávöxtur hins nýja tíma, nýrrar menningar. Ef hið nýja erkeppikefli sökum þess það er nýtt, þá er sú styrj- öld góð og heimsframför. Ekki er því laust við, að slagorðin um ófrjálslyndi, gamaldags, niðnrstöffur vísindanna og nýjungar hins andlega lífs, sem forðum hjá Aþenumönnum, minni á þau spaugs- yrði Þórhalls biskups, er hann sagði eitt sinn, að á Suðurlandi kæmust menn ekkert áfram fyrir framförum.— Eða myndi það fremur eiga hér heima er Grímur Thomsen lætur séra Snorra á Húsafelli segja við æskumenn, er gátu velt

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.