Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 24

Sameiningin - 01.07.1927, Page 24
214 Tóku kristnir menn þá upp þann sið, aÖ setja við húsdyr sínar körfur með áletrunum um, að þær væru ætlaðar slíkum börnum. Er þar fyrsti vísir barnaheimila kristinnar kirkju. Áreiðanlega er hér einhver munur á kris'tindómi og heiðin- dómi. En sízt er það furða, þótt kristninni hafi reynst örðugt og sein unnið verk, að útrýma öllum þeirn óskapa arfi frá heiðnum heimi. En hvað er um heiðindóm Norðurlanda, einkum íslands ? Oflangt mál yrði jjað hér að rekja öll dæmi sagna vorra í því efni. Læt eg fá orð nægja um þá hlið málsins. Háttum heiðinna feðra vorra, þótt hraustir drengir væri, kipti mjög í kyn til þess, sem þegar er vikið að. Dráp gamalmenna var tíðkað. Einhver ætternisstapi, var þeirra Betel. Útburð barna létu jafnvel höfðingjar sér sæma. Mannfórna til heiðinna goða er marg getið. Fórnuðu rnenn jafnvel börnum sínum. Réttleysi kvenna í heiðnum sið er alkunnugt. Frjálsborna menn og konur hneptu þeir í þrældóm. VíkingalífiS var atvinna hinna efnilegu og fræknu. Að senda ung kappaefni út í heim þeirra erinda var að menta þau. Var þá einatt rænt því er hönd á festi, bæir og þorp lögð í eyði, mannfólk strádrepið og konur herteknar. Ekki hlífðu víkingar kirkjum eða klaustrum, og sízt var að sökum að spyrja, ef um févon eða frægð var að tefla. Visa eg þeim, er orð mín kynnu að efa, til sagna vorra og rita hinns sagnfróða manns síðari árá, Jóns J. Aðils. Eða hafa þeir, er líta hýru auga til heiðninnar, lesið fornald- arsögurnar ? Þar má finna sumar af hinum hræðilegustu myndum heiðin- dómsins. Þar kemur sú frásaga fyrir, að heiðin móðir fargar sonum sínum, steikir hold þeirra og gefur föðurnum að eta. Verði sú vörn flutt í því efni, að hér sé fremur um æfintýri en sannsögulegan atburð að ræða, er mér vist heimilt aö minna á það, að sú kenning er flutt opinberlega vor á meðal, að æfintýri og skáldsögur hafi eiginlega æðra gildi en sannsögulegar frásagnir. Flestum mun ljóst, hve örðugt er að gera grein fyrir stofnun, stefnu og starfi kristindómsins og kristinnar kirkju, í erindi, er á sama tíma fjallar um hin andvígu öfl trúarlifsins. En umtalsefní mitt krefst þess, að eg sýni þó einhverja viðleitni í því efni. í niðurlagi þeirrar æfisögu Jesú, sem kend er við Matteus, getur þess, að Jesús skilur við lærisveina sína. Hann gerir s'íð- ustu ráðstafanir um áframhald þess erindis, er hann átti í heim mannanna. Hann, sem hvorki átti gull né silfur, gerir sína erfða- skrá á þessa leið :

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.