Sameiningin - 01.07.1927, Page 29
219
biblíunnar, datt mér í hug aö stinga niöur penna til aö fljóta þar rneö.
Ekki samt í verölauna skyni; eg býst ekki viö þeiim og kæri mig ekki
um ]>au. En hugmyndin er svo góð og göfug, að mönnum ætti aö vera
ljúft að sinna því máli. Eins og öllum er Ikunnugt, er gamla testa
mentiö trúarbók Gyöinga, en öll biblían trúarbók vor kristinna manna.
Enda er hún öll innblásin af Guöi og því nytsöm til fróðleiks uppörf
unar, viövörunar og þekkingar á sann'leikanum.
Mér hefir hugkvæmst að minnast með fáum otðum á Davíðs
sálma; þeir eru mér hugljúfastir allra rita gamla testamentisins, enda
er eg þeim einna kunnugastur. Davíð konungur er að mínu áliti dá-
samleg fyrirmynd fyrir syndfallna menn. Og sálmarnir eru þrungn-
ir alt í gegn af lofgjörð og lotningu fyrir hátign Guðs, almætti, speki
og gæzku—og þá trúartraustið og tilbeiðslan. Sálmarnir byrja með
því að sýna manni hvað sæluríkt og inndælt það er, að lifa guðelsk-
andi lífi, og einnig hvað blessunarriikt það 'sé að leggja stund á dygðir
og ráðvendni. En Davíð endar fyrsta sálminn með þeirri aðvörun,
að vegur óguðlegra sé slys.
Og í fjórtánda sálminum -segir hann: iHeimskinginn segir í sínu
hjarta. “Þar er enginn Guð til.” Og svo lýsir hann því, hve breytni
slíkra nfanna sé óguðleg.
í sálmdnum tuttugasta og þriðja lýsir Davíð hinni náðarríku
handleiðslu Guðs á börnum sínum. Davíð hafði verið hjarðsveinn
hjá föður sínum og þekti því vel hvað hjörðinni leið þegar féð beit
og bældi sig í grænu og góðu haglendi við hægt rennandi vatn. Hann
hefir víst ekki þekt neitt, sem betur ætti við að samlíkja við líf þeirra
mánna, sem af öllu hjarta gefa sig i Guðs vald og náð og hvílist.í
hans miskunnar akri við uppsprettulindir hins lifandi vatns.
Og svo þetta óbifanlega traust á náð Guðs og handleiðslu, til
dæmis þar sem hann segir: “Drottinn er miitt ljós og mitt frelsi,
hvern á eg að hræðast? Drottinn, hann er vörn míns lífs, fyrir
hverju á eg að skelfast?” (Sálm. 27,1 og 2.)
Sálmurinn hundraðasti og þriðji byrjar svo: Lofa þú Drottin,
sála mín! og alt hvað í mér er, hans heilaga nafn. Lofa þú Drottin,
sála min! og gleym ekki öllum hans velgjörðum. Hans, sem fyrir-
gefur .þér þína synd og læknar þína veiki.” (1-30.) Og svo sálmoir-
inn hundraðasti og tíundi (1. v.) Drottinn sagði við minn Drottin,
settu þig mér til hægri handar þar til eg legg óvini þína að skör fóta
þinna.
Svona hljómar lofsöngur fjölda sálma. Tökum sálminn hundrað
og -seytjánda; hann hljóðar svo: “Lofið Drottin allar þjóðir; vegsami
hann allir lýðir, því hans miskunn drotnar yfir oss, og Drottins trú-
festi er eilíf. Lofið Drottin !”
“Hvernig getur sá ungi haldið sínum vegi hreinum ? Með því að
halda sér við þitt orð.” (Sálm. 119,9.). Og allur sá sálmur er hinn
yndislegasti. Hann er í 22 greinum. Þá er sálmurinn 139 dásamleg
útmálun og lofgjörð, um nærveru Guðs og handleiðslu, almætti speki
náð og fniskunn.