Fréttablaðið - 28.03.2011, Page 40
28. mars 2011 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
ÆGIRINGARNIR Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir settu bæði Íslandsmet á sterku sundmóti í Stokkhólmi um
helgina. Eygló Ósk bætti sitt eigið met í 200 metra baksundi en Anton Sveinn bætti 22 ára gamalt met Ragnars Guðmundssonar
í 800 metra skriðsundi. Eygló synti á 2:17,83 mínútum en gamla metið hennar var ekki nema hálfsmánaðargamalt. Anton Sveinn
synti á tímanum 8:24,54 mínútum en gamla metið hans Ragnars sem var sett í Bonn árið 1989 var 8:28,28 mínútur.
A-RIÐILL
Þýskaland-Kasakstan 4-0
Klose 2(3., 88.), Müller 2 (25.,43.)
Austurríki-Belgia 0-2
Stig liða: Þýskaland 15, Belgía 7, Austurríki 7,
Tyrkland 6, Aserbaídsjan 3, Kasakstan 0.
B-RIÐILL
Armenía-Rússland 0-0
Írland-Makedónía 2-1
McGeady (2.), Keane (21.) - Trickovski (45.)
Andorra-Slóvakía 0-1
Stig liða: Slóvakía 10, Rússland 10, Írland 10,
Armenía 8, Makedónía 4, Andorra 0.
C-RIÐILL
Serbía-Norður-Írland 2-1
Slóvenía-Ítalía 0-1
Motta (73.)
Stig liða: Ítalía 13, Slóvenía 7, Serbía 7,
Eistland 6, Norður-Írland 5, Færeyjar 1.
D-RIÐILL
Lúxemborg-Frakkland 0-2
Mexès (28.), Gourcuff (72.)
Bosnía-Rúmenía 2-1
Albanía-Hvíta-Rússland 1-0
Stig liða: Frakkland 12, Hvíta-Rússland 8,
Albanía 8, Bosnía 7, Rúmenía 2, Lúxemb. 1.
E-RIÐILL
Ungverjaland-Holland 0-4
Van der Vaart Goal (8.), Afellay (45.), Kuyt (54.),
Van Persie (62.)
Stig liða: Holland 15, Ungverjal. 9, Svíþjóð 6,
Moldóvía 6, Finnland 3, San Marínó 0.
F-RIÐILL
Georgía-Króatía 1-0
Ísarel-Lettland 2-1
Malta-Grikkland 0-1
Stig liða: Grikkland 11, Króatía 10, Georgía 9,
Ísrael 7, Lettland 4, Malta 0.
G-RIÐILL
Wales-England 0-2
Lampard, víti (7.), Bent (15.)
Hvíta-Rússland-Sviss 0-0
Stig liða: England 10, Svartfjallaland 10, Sviss
4, Búlgaría 4, Wales 0.
H-RIÐILL
Kýpur-Ísland 0-0
Lið Íslands: Stefán Logi Magnússon - Birkir Már
Sævarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann
Heiðarsson, Indriði Sigurðsson - Aron Einar
Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson - Rúrik
Gíslaon (63., Alfreð Finnbogason), Gylfi Þór
Sigurðsson (90., Birkir Bjarnason), Jóhann Berg
Guðmundsson (59., Arnór Smárason) - Heiðar
Helguson. Ónotaðir varamenn: Helgi Valur
Daníelsson, Ólafur Ingi Skúlason, Bjarni Ólafur
Eiríksson og Haraldur Björnsson.
Noregur-Danmörk 1-1
Huseklepp (81.) - Rommedahl (27.)
STAÐAN
Noregur 4 3 1 0 6-3 10
Portúgal 4 2 1 1 10-7 7
Danmörk 4 2 1 1 5-4 7
Kýpur 4 0 2 2 5-8 2
Ísland 4 0 1 3 2-6 1
NÆSTU LEIKIR
Portúgal-Noregur 4. júní
Ísland-Danmörk 4. júní
Noregur-Ísland 2. september
Kýpur-Portúgal 2. september
Ísland-Kýpur 6. september
Danmörk-Noregur 6. september
I-RIÐILL
Spánn-Tékkland 2-1
David Villa 2 (69., 73. víti) - Plasil (29.)
Stig liða: Spánn 12, Tékkland 6, Skotland 4,
Litháen 4, Liechtenstein 0.
UNDANK. EM
FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir
er nýjasta íslenska landsliðskonan
sem semur við lið í sænsku
úrvalsdeildinni en hún hefur
ákveðið að gera þriggja ára
samning við sænsku meistarana
í LdB Malmö. Sara Björk hefur
verið á reynslu hjá liðinu og leist
mjög vel á allar aðstæður en
með Malmö-liðinu spilar einnig
landsliðsmarkvörðurinn Þóra
Björg Helgadóttir.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu.
Ég er ekki búin að skrifa undir en
ég fer út á miðvikudaginn, skrifa
undir samninginn og flyt inn í
íbúðina. Ég var búin að ákveða
að vera eitt tímabil til viðbótar
með Breiðabliki í viðbót en þegar
þetta tilboð kom gat ég ekki annað
en stokkið á það. Ég fékk að spila
báða leikina í Tyrklandi og var
inná allan tímann. Það gekk mjög
vel, sem og á æfingunum,“ segir
Sara Björk.
Sara Björk er búin að vera fasta-
maður í íslenska landsliðinu í þrjú
ár og hefur þegar leikið 38 lands-
leiki þrátt fyrir að vera aðeins tví-
tug. Hún er uppalin í Haukum en
fór til Breiðabliks á miðju sumar-
ið 2008.
„Það er ekkert leiðinlegt að fara
í svona sterkt lið en það er búið að
vera markmið mitt lengi að fara
út að spila. Það er ekki slæmt að
komast að hjá svona liði. Ég veit
að ég á eftir að bæta mig heilmikið
þarna,“ segir Sara.
„Það er gaman að því hversu
margar okkar eru komnar út í
atvinnumennsku og við sýnum
með því að kvennafótboltinn er
á uppleið. Þær eru allar rosalega
ánægðar í Svíþjóð og það er gott
fyrir mig að heyra það, þar sem
ég hafði mikinn áhuga á sænsku
deildinni,“ segir Sara, sem átti
líka möguleika á að fara til Banda-
ríkjanna.
„Ég fann ég mig vel með Malmö
og kunni vel við þjálfarateymið og
stelpurnar. Það skipti miklu máli
og ég var bara búin að ákveða mig.
Það er líka mjög þægilegt að hafa
Þóru þarna úti og nú get ég farið
að gera það sem ég hef stefnt að
lengi,“ sagði Sara Björk. - óój
Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að gera munnlegan samning við Malmö:
Ekki slæmt að komast að hjá svona liði
SARA BJÖRK Er ein besta knattspyrnu-
kona landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu-
landsliðið náði í sín fyrstu stig í
undankeppni EM 2012 á Kýpur á
laugardagskvöldið þegar liðið náði
markalausu jafntefli á móti heima-
mönnum. Íslenska liðið átti lengst
af undir högg að sækja í leiknum en
athygli vakti frábær frammistaða
hins þrítuga Stefáns Loga Magnús-
sonar, sem var að leika sinn fyrsta
mótsleik fyrir Íslands hönd. Stefán
Logi var búinn að leika fjóra vin-
áttulandsleiki en stóð nú í fyrsta
sinn í marki Íslands í mótsleik.
Stefán Logi kom sér í sögubæk-
urnar í leiknum með því að verja
víti og halda hreinu í sama leikn-
um en það hafði enginn íslenskur
markvörður afrekað í leik í undan-
keppnum HM og EM. Stefán Logi
varð fimmti markvörðurinn sem
nær að verja víti en þeir höfðu allir
þurft að sækja boltann í markið sitt
í sama leik.
„Ég lærði það hjá Gumma Hreið-
ars að verja víti,“ sagði Stefán Logi
í léttum tón í í viðtali við Arnar
Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leik
og Guðmundur Hreiðarsson var
ánægður með sinn mann þegar
Fréttablaðið heyrði í honum í gær.
„Þetta var frábær byrjun hjá
honum og það er í raun og veru erf-
itt að byrja mikið betur en þetta. Ég
er mjög ánægður fyrir hans hönd að
hann hafi fengið verðskuldað tæki-
færi með landsliðinu þó að Gunn-
leifur hafi verið að standa sig mjög
vel og sé góður markmaður. Mér
fannst Stefán eiga skilið þetta tæki-
færi og hann nýtti það mjög vel,“
sagði Guðmundur.
Stærsta próf leiksins var vítið,
sem Stefán Logi varð á stórglæsi-
legan hátt. „Hann er góður víta-
markvörður og hann sýndi það í
þessu víti. Hann er með mikinn
sprengikraft, mikinn stökkraft og
mikið vænghaf. Mér fannst hann
líka taka leikmann Kýpur á taug-
um. Þetta var föst spyrna og langt
frá því að vera auðveldur bolti. Þetta
var fast víti og það hefði örugg-
lega verið sagt að þetta hefði verið
öruggt víti ef að Stefán hefði farið
í hitt hornið,“ sagði Guðmundur í
léttum tón og bætti við: „Ég sá það
strax á honum þegar myndavélin
var með hann í nærmynd að hann
myndi taka þetta víti,“ sagði Guð-
mundur, sem var búinn að heyra
í Stefáni Loga og fara yfir leikinn
með honum.
„Við ræddum saman í morgun (í
gær) og fórum yfir leikinn eins og
við gerum oft. Við tölum oft saman
oft í viku og förum saman yfir leiki.
Ég hef þekkt Stefán Loga síðan hann
var fimm ára þegar ég var mark-
maður í Víkingi og hann var lítill
gutti. Mér finnst afskaplega vænt
um hann og allt sem hann gerir. Við
höfum unnið lengi og vel saman. Við
höfum náð mjög vel saman, gengið
í gegnum margan dalinn og erum á
réttri leið,“ segir Guðmundur.
Stefán Logi stóð í marki Hvatar
í D-deildinni fyrir rúmum fjórum
árum en hefur síðan tekið mörg stór
skref og er nú markvörður Lille-
ström, eins besta liðsins í norsku
úrvalsdeildinni.
„Við settum okkur takmark fyrir
nokkrum árum og flest sem við
lögðum upp með hefur gengið eftir.
Hann er kominn aftur í atvinnu-
mennsku og aftur í landsliðið. Það
eitt að hafa verið á sínum tíma
hjá Bayern München segir allt um
þá hæfileika sem þarna eru undir
niðri. Það er bara spurning um að
ná í þá og hann hefur verið að ná
í þá á réttan hátt og hefur tekið
skref fyrir skref. Þegar hann fór
til Lilleström var þar fyrir 21 árs
landsliðsmarkvörður Norðmanna,
Andre Hansen, sem er núna aðal-
markvörður hjá Odd Grenland, og
finnskur landsliðsmarkvörður sem
spilar núna í rússnesku deildinni.
Stefán sló þessa markmenn út,“
segir Guðmundur.
„Hann á mörg ár eftir í toppstandi
og það ætti að nýtast íslenska lands-
liðinu. Mín skoðun er sú að Stefán á
klárlega að vera númer eitt í þessu
landsliði. Mér finnst hann hafa sýnt
það í gær og hann átti líka góða inn-
komu á móti Ísrael í nóvember. Stef-
án er að verða betri og betri og hann
sýndi það í Kýpurleiknum að hann
er tilbúinn í meiri og stærri verk-
efni,“ segir Guðmundur að lokum.
ooj@frettabladid.is
EINSTÖK BYRJUN STEFÁNS LOGA
Stefán Logi Magnússon varð á laugardaginn fyrsti íslenski markvörðurinn til að verja víti og halda marki
sínu hreinu í mótsleik og sá til þess öðrum fremur að karlalandsliðið fékk sitt fyrsta stig í undankeppni EM.
STEFÁN LOGI OG GUÐMUNDUR Guðmundur Hreiðarsson hefur hjálpað Stefáni Loga
Magnússyni að byggja upp feril sinn upp á nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þorsteinn Bjarnason
á móti Sovétríkjunum á Laugardals-
vellinum
3. september 1980 í undankeppni
HM
Ísland tapaði leiknum 1-2
Friðrik Friðriksson
á móti Tyrklandi í Istanbul
12. október 1988 í undan-
keppni HM
Ísland gerði 1-1 jafntefli
Birkir Kristinsson
á móti Tékklandi í Teplice
7. október 2000 í
undankeppni HM
Ísland tapaði leiknum
0-4
Kjartan Sturluson
á móti Skotum á Laugar-
dalsvellinum
10. september 2008 í
undankeppni HM
Ísland tapaði leiknum 1-2
Stefán Logi Magnússon
á móti Kýpur á Larnaca
10. september 2008 í undan-
keppni HM
Ísland tapaði leiknum 1-2
Stefán Logi Magnússon var að spila
fyrsta landsleik sinn eftir að hann lét
laga hjá sér sjónskekkju á öðru auga.
Aðgerðin var meðal annars tekin fyrir og
sýnd í norska sjónvarpinu. Guðmundur
Hreiðarsson er sannfærður um að
betri sjón eigi sinn þátt í frammistöðu
Stefáns Loga á Kýpur um helgina.
„Stefán Logi fór í mikla augnaðgerð
eftir síðasta tímabil. Hann var þá með
mikla sjónskekkju á öðru auganu sem
hafði háð honum lengi. Hann var með
linsur þar sem hann var með mis-
munandi styrk á milli augna. Það hefur
hjálpað honum mikið að láta laga þetta því þú getur ímyndað þér markmann
sem er ekki með alveg hundrað prósent sjón á öðru auga. Nú er komið jafn-
vægi á þetta og allt þetta telur og hjálpar honum að sýna sinn eðlilega styrk,
sem ég tel hann vera að gera,“ segir Guðmundur.
Stefán Logi fór í augnaðgerð í vetur Markverðir sem hafa varið víti í mótsleik