Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 42
28. mars 2011 MÁNUDAGUR26 FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: þegar þú ferðast með Icelandair. aðilum Icelandair Golfers. Iceland Express deild karla Snæfell-Stjarnan 73-75 (40-38) Stig Snæfells: Ryan Amaroso 19 (13 frák.), Sean Burton 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9, Jón Ólafur Jónsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 20, Justin Shouse 19 Renato Lindmets 13 (12 frák.), Fannar Freyr Helgason 8, Daníel Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2. Staðan er 1-0 fyrir Stjörnuna. Undanúrslitaeinvígi KR og Keflavíkur hefst í kvöld með þegar fyrsti leikurinn fer fram í DHL- höll KR-inga og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þetta er í áttunda sinn sem þessi félög mætast í úrslitakeppninni, Keflavík hefur fimm sinnum farið áfram en KR hefur unnið tvisvar þar á meðal 3-0 í síðasta einvígi liðanna sem var í undanúrslitum fyrir tveimur árum. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Iceland Express deild kvenna KR-Keflavík 62-70 (34-32) Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 13 (10 frák.), Hildur Sigurðardóttir 11, Melissa Ann Jeltema 10, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Marina Caran 21, Birna Valgarðsdóttir 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Lisa Karcic 8 (16 frák./3 varin), Ingibjörg Jakobsdóttir 3. Keflavík vann einvígið 3-1. Njarðvík-Hamar 79-70 (42-33) Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 30, Julia Demirer 27 (15 frák.), Dita Liepkalne 16 (8 frák./8 stoðs.), Ólöf Helga Pálsdóttir 6. Stig Hamars: Jaleesa Butler 36 (12 frák.), Slavica Dimovska 13 (8 stoðs.), Fanney Lind Guðmundsdóttir 11, Þórunn Bjarnadóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 1. Staðan er 2-2 í einvíginu. Liðin mætast í oddaleik í Hvergerði á morgun. N1-deild karla í handbolta Haukar - Fram 22-34 (12-18) Mörk Hauka (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17), Tjörvi Þorgeirsson 4 (8), Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4), Einar Pétur Pétursson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2) Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn) Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8), Jóhann Karl Reynisson 7 (9), Andri Berg Haraldsson 6 (9), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Haraldur Þorvarðarson 3 (3), Magnús Stefánsson 1 (4), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Matthías Daðason 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Stefán Baldvin 2, Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar) ÚRSLITIN KÖRFUBOLTI „Ég var vanur því að skjóta frá þessum stað á æfing- um og skora í „andlitið“ á Hlyni Bæringssyni – ég hef því gert þetta margoft áður,“ sagði Just- in Shouse, leikmaður Stjörn- unnar, eftir 75-73 sigur liðs- ins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknatt- leik. Shouse skoraði tvær þriggja stiga körfur á lokamínútu leiks- ins og kom gestunum yfir þegar mest á reyndi. Hann virtist kunna vel við sig á gamla heimavellinum en hann lék með Snæfellsliðinu í tvö ár áður en hann fór til Stjörn- unnar fyrir þremur árum. „Það var ekkert fallegt við þetta, ég var ekki búinn að hitta vel og þar sem Renato Lindmets var farinn út af með fimm villur vissi ég að það yrði erfitt að fara með þetta í framlengingu. Við getum unnið öll lið og sjálfstraustið er í góðu lagi hjá okkur,“ bætti Shouse við en hann skoraði alls 19 stig í leiknum. Lokamínútan í Fjárhúsinu í gær var lygilega spennandi. Renato Lindmets, einn besti leikmaður Stjörnunnar, fékk sína fimmtu villu tveimur mínútum fyrir leikslok. Staðan var á þeim tíma 69-67 fyrir Snæfell. Pálmi Freyr Sigurgeirs son skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67 fyrir heimamenn og sigur- inn virtist í sjónmáli. Þá var komið að hinum magnaða Justin Shouse. Hann svaraði með þriggja stiga skoti, 72-70, þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndur voru eftir og kom Stjörnunni yfir, 73-72. Snæfell fékk innkast og virtist í góðri stöðu að jafna eða komast yfir. Jovan Zdravevski var á öðru máli og stal boltanum af Sean Bur- ton úti á miðjum velli. Brotið var á Zdravevski, sem hitti úr báðum skotunum, 75-72 fyrir Stjörnuna. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum – hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu og skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá en hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Í leikslok sauð næstum því upp úr þegar Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, og Amaroso skiptust á vel völdum orðum. Ganga þurfti á milli þeirra og skilja þá að og er ljóst að það verður eitthvað mikið í gangi á þriðjudaginn þegar liðin mætast öðru sinni. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. Byrjunin var góð, 16-1, en við fórum síðan út úr því plani sem við lögðum upp með,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. seth@frettabladid.is HEF OFT SKORAÐ FRÁ ÞESSUM STAÐ ÁÐUR Justin Shouse tryggði Stjörnunni 75-73 sigur gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells með tveimur mögnuðum þriggja stiga körfum á lokamínútunni. Minnstu munaði að upp úr syði í leikslok. Þetta var fyrsta heimatap Snæfells í vetur. VAR GÖMLU FÉLÖGUNUM ERFIÐUR Justin Shouse skoraði tvær mikilvægar þriggja stiga körfur á úrslitastundu í Hólminum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSHOKKÍ Íslenska kvennalands- liðið í íshokkí tapaði 1-3 fyrir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik sínum í 4. deild Heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer hér á landi og lýkur 1. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót er haldið á Íslandi. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Birna Baldursdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir tæplega tíu mínútna leik eftir að hafa fengið stoðsend- ingu frá Guðrúnu Blöndal. Það tók hins vegar stelpurnar frá Nýja Sjálandi bara rúmar fjórar mínútur að jafna metin og þær kimust síðan yfir á 28. mín- útu og innsigluðu svo sigurinn á lokamínútunni. Rúmenía, Suður-Kórea og Suður-Afríka taka líka þátt í mótinu og er næsti leikur íslenska liðsins á móti Rúmeníu á þriðjudagskvöldið. - óój HM kvenna í íshokkí í gær: Tap í fyrsta leik KOMUST Í 1-0 Íslensku stelpurnar fagna hér marki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Kiel og Rhein-Neckar Löwen eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir góða úti- sigra í fyrri leikjum sínum í 16 liða úrslitum. Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk þegar Löwen vann 31-28 sigur á Croatia Zagreb en Róbert Gunnarsson skoraði ekki og Guð- jón Valur Sigurðsson spilaði ekki. Aron Pálmarsson skoraði sex mörk fyrir Kiel sem vann sjö marka útisigur á danska liðinu Kolding, 36-29. - óój Meistaradeildin í handbolta: Kiel og Löwen í góðum málum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.