Sameiningin - 01.10.1918, Side 2
226
fyrir dyrum er veturinn kaldur og- grimmur, og margur
kvíðir honum.
0g samt æða menn áfram, andvaralausir og vondir.
Það virðist jafnvel, að margir verði verri menn og
grimmari, gálausari og syndugri, á þessum tryltu tímum.
Ófriður og ósamlyndi er manna milli. Leiðtogar lýðsins
troða illsakir iivor við annan. Tortrygni og rógur spilla
félagslífi. Æskulýðurinn eltir munað og sýkist af ósið-
semi. Syndabikarinn er barmafullur.
Þó stendur enn yfir náðartími. Enn er kostur að
snúa af brautum lastanna og fá fyrirgefningu hjá Guði.
Til þess er og dagur þessarar miklu reiði kominn, að
menn bæti ráð sitt og leiti hjálpræðis hjá Guði. Hver sá,
er áfram heldur andvaralaus í syndum sínum, þrátt fyrir
aövörun ]>á, sem nú er öllum gefin með viðburðum þeim,
er nú verða, eiga vísa reiði Guðs og réttláta hegningu.
“Ef eg þá tíð, sem Guð mér gaf,
gálaust forsóma næði,
Drottins tími þá tekur af
tvímælin öll í bræði. ’ ’
Hafi Guð af náð sinni hlíft oss og látið liörmungarn-
ar fara fram hjá oss, þá erum vér hinum aumari, ef vér
ekki látum það einnig knýja oss til iðrunar synda vorra
og afturhvarfs. Vér erum allir brotlegir og verðskuldum
einbera hegning- En faðmur Jesú stendur oss opinn.
Hann er vinur vor, sem annara syndara. Allir megum
vér verða blóðs hans og' benja aðnjótandi. Hver sem ekki
hefir soninn, liefir ekki kærleika föðursins, heldur vofir
reiði Guðs yfir honum. En það stoðar ekki að látast snúa
sértilJesú. Það þarf að vera í alvöru gert. Og það gerir
enginn í alvöru nema svo, að hann bæti líferni sitt, snúi
af vegum lasta sinna og gangi liinn þrönga veg réttlætis-
ins. Þú, sem les þessi orð, það ert þú, sem átt er við, þú,
sem beðinn ert í Guðs nafni að bæta ráð þitt. Ber þú nú
á sjálfs þín brjóst og bið þú: “Guð vertu mér syndugum
líknsamur.” Að öðrum kosti mun dagur reiðinnar vissu-
lega koma yfir þig.
Trúfasti Jesús, miskunna þú oss!