Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1918, Page 4

Sameiningin - 01.10.1918, Page 4
228 söfnuð Guðs rná og þekkja af lotningTi þeirri, sem hann ber fyrir helgidómum Drottins. Það eru ótæmandi efni, sem ræða má um í sambandi við kvöldmáltíðina. Eitt er kærleiks-samfélagið, sem þar er milli altarisgestanna. Enda var í fyrstu kristni talað um kœrleiks-máltíð í sambandi við altarisgöngu. Menn verða vinir og’ bræður við borð Drottins. Hin andlega sameining allra um Jesúm Krist, sameinar allan hóp læri- sveinanna. Það verður einnig að því leyti heilög friðar- og kærleiks-stund. Minningin um Jesúm, kvalir hans og’ dauða á kross- inum af elsku til vor mannanna, ætti að vera út af fyrir sig nóg til að draga menn að minningar-athöfn þessari. Minningin um Jesúm deyjandi, er vitanlega einn aðal- þáttur sakramentisins. Orðin lians sjálfs gleymast aldrei: ‘ ‘ Gerið þetta í mína minningu; ” og ekki gleymast orð postulans: ‘ ‘ Svo oft, sem þér etið þetta brauð og drekk- ið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins þangað til hann kemur- ’ ’ Þá er fullvissan um fyrirgefning syndanna, sem kvöldmáltíðin færir manni, dýrmæt gjöf hverjum trúuð- um altarisgesti. Kvöldmáltíðin er sýnilegur og áþreifan- legur pantur frá Guði um fyrirgefningu syndanna. Um það fullvissa oíss þau heilögu orð, er Drottinn vor segir hjá Matteusi í 26. kap., 28 v.: “Þetta er sáttmálablóð mitt, sem úthelt er fvrir marga til syndafyrirgefningar. ’ ’ Nær því allri lcristninni kemur saman um það, að hér sé enn fremur að ræða um heilagt undur og efni, sem yfir- náttúrlegt sé. Hér hefir hinn eilífi Guð á sérstakan hátt sett sig í tsamband við sálir barna sinna fyrir hluttekning þeirra í lífi og eðli frelsarans. Kristur veitist í sakra- mentinu sem hið sanna lífsins brauð og vér fáum næring’ af honum eins sannarlega og greinin fær næring sína frá trénu. Það er ekki einungis trúar-samfélag við Krist, lieldur einnig eðlis-samfélag — vér verðum á andlegan hátt hluttakandi í Kristi. Á það atriði liefir vor lúterska kirkja, með Guðs orð fyrir augum, jafnan lagt mesta áherzlu. Enda margir aðal-teiðtogar reformeruðu kirkj- unnar gert það líka, þótt þeir kirkjuflokkar, sem til þeirr-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.