Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1918, Page 8

Sameiningin - 01.10.1918, Page 8
232 um og glæða hjá þeim hlýliug til menningar feðra sinna. Nokkrir af prestum kirkjufélags vors hafa og veitt til- sögn í íslenzkum fræðum á skólum í söfnuðum sínum. Sá þeirra, er þetta ritar (hann heitir Björn Jónsson), kom á daglegum skóla á sumriun í sínu fyrra prestakalli og kendi þar sjálfur alla daga sum sumrin, en hin sumrin réði hann með sinni sóknarnefnd kennara til að kenna þar íslenzku. Hann sótti það liart á kirkjuþingum ár eftir ár, að fá söfnuði kirkjufélagsins til að koma upp íslenzkum skólum einhvern tíma árs. ísl'enzkan skóla hélt séra Kristinn á Garðar nokkur sumur, og víða hafa komist á kvöldskólar eða laugardagsskólar í söfnuðum vorum. Þessi stefna vor er óbreytt enn að öllu Ieyti, enda þótt vér lokum ekki augum fyrir því, að á sumum stöðum er ný kynslóð komin til sögunnar, sem þrátt fyrir allar til- raunir eldri manna kann ekki íslenzku, svo andlegum þörfum hennar verður að gegna á ensku máli, ef maður ekki á að verða svikari við Drottin sinn. Alla viðleitni til þess að efla og’ glæða þekkingu á tungu og sögu feðra vorra ber oss að virða, og vinna að því af öllum mætti, að flytja með oss alt, sem gott er í menning fortíðarinnar. Frá þeirri stefnu víkur kirkjufélagið aldrei. Á kirkjuþingi voru hinu síðsata var því máli hreyft, sem nú um ræðir. Forseti lagði það fyrir þing í ársskýrslu sinni og bað þingið að taka það til meferðar. Varð dag- skrár-nefnd þingsins við því fúslega og var það gert sjö- unda mál á dagskrá. (Sbr. Gjörðabók bls. 11 og bls 24). Áður en að því máli kom, barst þinginu bréf frá Good- templara stúkunum í Winnipeg um samvinnu við þau fé- lög að viðhaldi íslenzkrar tungu. Þeirri málaleitun var vísað til dagskrár-málsins nr. 7. (tungumálin). Ekki er því að neita, að mörgum þingmönnum fanst hinn yfir- standandi stríðstími Óheppilega til þess valinn að byrja nýtt starf í þessa átt. Varð það því að samþykt, er málið nr. 7 á dagskrá kom til afgreiðslu, með áföstum fvlgilið Goodtemplara ávarpsins og vegna lians, að fresta málinn um óákveðinn tíma. En síðar tók þingið málið aftur ti] meðferðar. Var það þá falið þingnefnd til yfirvegunar. Var formaður þeirrar nefndar hr. Adam Þorgrímsson og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.