Sameiningin - 01.10.1918, Side 9
233
með lionum þeir séra Rúnólfur Marteinsson, W. H. Paul-
son, íséra H. Sigmar og séra K. K. Ólafsson. Þrjár til-
lögur þeirrar nefnrar voru samþyktar í þinginu. Var sú
fyrst, að kirkjufél. Iialdi fast við þá stefnu sína, aö styðja
viðhald íslenzkrar tungu og þjóðernis og halda því starfi
áfram á sama hátt og að undanförnu. Sú var önnur, að
sökum þeirra ástæðna, sem eru fyrir hendi, sjái þingið
sér ekki fært að hefja nú neina sérstaka starfsemi. og sú
var hin þriðja, að fela skrifara að svara vinsamlegu hréfi
G-. T. stúknanna í Wpeg og tjá þeim þessa málalyktan.
Síst munu kunnugir væna þá menn, sem háru fram
tillögur þessar, um lausheldni um íslenzkuna. Þó hefir
svo undarlega atvikast, að nokkrir hafa orðið til þess,
einkum í vissum bygðarlögum, að rangfæra svo gjörðir
þingsins í þessu máli, að furðu gegnir. Er af þeim góðu
mönnum látið í veðri vaka, að þingið hafi snúist á móti
íslenzkunni. Þeir sem þingtíðindin lesa, geta sjálfir
gengið úr skugga um það, hversu mikill flugufótur sé fyr-
ir þeirri ákæru. Yonum vér svo góðs til kristinna manna
í söfnuðum vorum, að þeir láti <sig ekki afvegaleiða, held-
ur lesi sjálfir og Iiugleiði gjörðir þingsins.
Innan kirkjufélags og hjá leiðtogum þess er enginn
ágreiningur um það, að félagið stuðli eftir mætti að efl-
ingu þekkingarinnar á íslenzkri tungu og íslenzkum fræð-
um. En, sem við er að búast, eru ekki allir jafn fljótir til
að átta sig á þeim breytingum, sem orðnar eru og verða
meiri með hverju árinu. A þesum breytingum og erfið-
leikum þeim, sem þeim eru samfara, ber heldur ekki á
á sumum stöðum. Þar, sem ,svo er, líta sumir menn horn-
auga til þeirra bræðra sinna, sem stríða við erfiðleikana,.
sem af því stafa, að hjá þeim er svo komið, að fjöldi barna
og yngri kynslóðin yfir höfuð, hefir ýmist ekki full not,
eða alls engin not, af kristindómsfræðslu og prédikunum
á íslenzku. Þeir menn, sem við þá erfiðleika stríða, eiga
mikið fremur skilið samúð heldur en ónáð þeirra, sem enn
ekki hafa mætt því stríði. Hvað á að gera þegar svo er
komið? Tvær leiðir eru kirkjunni færar. Sú er önnur,
að skifta sér ekkert af þeim, sem ekki geta not.að íslenzk-
una, en láta þá, sem eitthvað lítið skilja, hafa það lítið