Sameiningin - 01.10.1918, Page 15
239
Það ])nrf að vakna í trúnni á Jesúm Krist til heilags
lífernis.
Það þarf að reka hræsnina úr kirkjunni.
Og það má ekki hrekjast láta fyrir hverjum kenning-
arvindi.
Synd og náð — eins og í passíusálmunum, eins og í
guðspjöllunum!
Við setning AVþingis, 2. Sept. 1918,
prédilcun eftir dr. theol. Jón Helga-
son, biskup.
Prédikun þessi er 16 bls. bæklingur og hefir liöf. góð-
fúslega sent oss eitt eint. Texti ræðunnar er styzti sálm-
urinn í sálmabók ísraelsþjóðar, Sálm. Dav. 117: “Lofið
Drottin, all'ar þjóðir, vegsamið hann allir lýðir, því að
miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir
að eilífu. Halelúja ”
Hér fylgir stuttur en fagur kafli úr ræðunni:
“Og' þetta sama lofgerSar- og þakkarefni er þá ekki síSur gefiS
þér, mín eigin elskaöa þjóö, en öðrum kristnum þjóöum. Svo fyrir-
ferð'arsmá, lítil og ilágvaxin sem þú ert í fylking heimsins þjóða, hefir
þú engu 'síöur en þær fengiö aö reyna trúfesti Guös og miskunn þér
til handa í ríkum mæli. Ljós kærleiks opinberunar Guðs í Kristi Jesú
hefir lýst þér um senn þúsund ár og börn þin getað vermst af ylgeisl-
um guðlegrar föðurelsku í margháttuðum hretv'iörum lífsins og hugg-
ast við fyrirheit náðarinnar á ótal situndum mæðu og mótlætis, sem
þau hiafa ilifað.
En einnig í öðru tilliti hefir miskunn Guös og trúfesti margfald-
lega opinberast oss, sem þetta land byggjum, öld eftir öld. Þegar eg
renni augunum yfir þjóðsögu vora frá elztu tíð til vorra daga, bæði
á upphefðartímum hennar og niðurlægingar, fyllir það hjarta mitt
undrun og aðdáun hve dásamlega hluiti Dröttinn hefir gert fyrir þjóð
mína á skeiðhlaupi hennar, hversu Drottins miskunn og trúfesti er
þar áþreifanleg á öllum tímabilum sögunnar, og handleiðsla Drottins
bersýnileg við hv'ert fótmál, sem þjóðin steig. I’egar eg hugsa til
þess, sem hún hefir orðið að líða af völdum óhæfilegs stjórnarfars,
inannlegs dáðleysis og óviðráðaniegra náttúruafla, — þegar eg hugleiði
hver9U drepsóttir, eldgos og óáran, harðrétti og hungur hafa krept að
henni á ýmsum tímum, þá finst mér tilvera hinnar íslenzku þjóðar
íram á þennan dag vera eitt af furðuverkum forsjónarinnar, jafnframt
því, sem það er eitt af undrum veraldarsögunnar. ■ Að jafn fámenn-
þjóð skuli hafa staðist alla þá storma, sem buldu á húsi hennar, komist
lifandi út úr þeim margvislegu eldraunum, sem urðu hlutskifti hennar,