Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1918, Side 18

Sameiningin - 01.10.1918, Side 18
242 1 lærðaskólann fór eg áriS 1891 og útskrifaSist þatSan 1897 meÖ' I. einkunn og af prestaskólanum í Reykjavík árið 1900 sömuleiSis meS I. eink. Sama sumariS fór eg til Danmerkur til aö kynnast krist- indómsstarfi erlendis. Var þáverandi prestaskólakennari, Jón Helga- son, núverandi biskup Islands, búinn að útvega mér heimiliskennara- starf vetrarlangt hjá merkum presti dönskum, H. G. Bjamesen, en þó meö þeim vildarkjörum, aö eg mátti fara frá kensfunni hvenær Sem mér sýndist rtil að sækja merka trúmálafundi um endilanga Danmörku. — Var mér ómetanleg blessun að dvölinni á því prestsheimili, því aS þar varð mér fyrst ljós munurinn mikli á lifandi, starfsömum kristin- dómi og hálfsofandi vana'kristindómi, og þar eignaöist eg sjálfur fulla trúarvissu •— Um veturinn og votíö veitti kensdumálaráSuneyti Dana mér fjárstyrk til aö kynnast kirkjuimáJum Dana og Norömanna, og jafnframt tók eg aö flytja erindi um ísland og trúmálaerindi, og dvaldi eftir það á ýmsum stöðum bæöi í Danmörku og Noregi frum undir haust áriö 1901. Veturinn, sem eg dvaldi í Danmörku, bauö síra Jón Bjarnason dr. theol. mér preststöðu hjá löndurn mínum hér vestra, en eg taldi það skyldu mína að starfa aö trúmálum á Íslandi, en til þess að þurfa ekki að fara ef til vildi á afskekt prestakall, leitaöi eg til stjórnar heimatrúboösins danska um fjárstyrk og hefi jafnan notið hans síðan. Síöan haustið 1901 hefi eg átt heima i Reykjavik og unnið bæði \ ræðu og riti að eflingu lifandi kristndóms með þjóð minni. Eg hefi farið á hestbaki um mest alt Island, prédikað í rúmum 70 kirkjum og mörgum fundarhúsum, gefiö út, stundum með öðrum, um 50 kirkjuileg smárilt og bækur, var um 9 ár með-úlgefandi að Bjarma, en tók ein- samall viö útgáfu hans v'orið 1916, og hefir kaupendum hans fjölgað meira en um helming síðan. — Við sunnudagaskólahaldið heima hefi eg verið í isamvinnu við Knud Zimsen borgastjóra í Reykjavík, sem verið hefir um mörg ár formaður þess starfs í Reykjavik, og jafnan hefir verið góð samvinna milli mín og dómkirkjuprestanna i Rv'ik og síra Fr. Frðrikss'onar. — Að bndindismálum hefi eg töluvert starfað i undanfarin 22 ár, og hefi verið templar síðan 1892. — Við líknarstörf meðal fátæklinga í Reykjavík hefi eg og nokkuö fengist, og verið for- maður “Samverjans” síðan hann var stofniaður 1914. Er þar fátæk- um börnum og einstæðingum veitt ókeypis máltíð daglega 2—3 vetrar- mánuði, og eru þá oftast yfir 200 gestir daglega. En efnaðir Reyk- víkngar gefa matvæli og peninga til starfsins. Þrisv'ar hefi eg farið enlendis ('1905,1909 og 1914) nokkra mánuði og sótt tv'o stúdentafundi Norðurlanda, báða í Svíþjóð, og tvo al- þjóðafundi; var annar þeirra “Christian Endeavor” fundur í Berlín 1905 og hinn Good-Tempilar-fundur í Kristjaníu 1914. Margoft hefir starf mi-tt orðið fyrir aðfinningum og árásum, bæði leynt og ljósit, og umlhríð átti eg í allhörðum deilum við nýju guðfræð- ina á íslandi, en það hefir alt talsvert minkað síðustu árin. Vegna heimilis míns hefi eg orðið að íást talsvent við kenslustörf öll þesisi ár, kent í kvennaskóla Reykjavíkur alloftast undanfarin 20

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.